Hornamaðurinn skoraði alls sjö mörk og gaf eina stoðsendingu í góðum þriggja marka útisigri liðsins, lokatölur 24-27. Viktor Gísli Hallgrímsson átti langt frá sinn besta leik í marki heimamanna en hann varði ekki skot á þeim fáu mínútum sem hann spilaði.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í tveggja marka tapi Sporting gegn París Saint-Germain í París, lokatölur 30-28.
Veszprém og PSG eru efst í A-riðli Meistaradeildarinnar með sex sigra í sjö leikjum og eitt tap. Sporting er í 3. sæti með 9 stig á meðan Wisla Plock er í 6. sæti af átta liðum þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn leik til þessa.