Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Landsspítalans. „Timothy var í mótorhjólaferð um hálendi Íslands ásamt vinum sínum þegar hann datt og slasaðist alvarlega í grennd við Gullfoss. Í fyrstu reyndi hann að halda ferðinni áfram en að lokum þurfti að hringja á sjúkrabíl sem fór með hann á Landspítala,“ segir meðal annars í færslunni.

Þar segir einnig að bataferlið hafi reynst lengra og erfiðara en talið var í fyrstu. Þurfti Timoyhy að dvelja á spítalanum í tvær vikur vegna sýkingar í lunga.
Á myndunum hér að neðan má sjá myndir af Timothy fyrir og eftir slysið.

Í þakklætisskyni lét Timothy hanna sérmerkta kaffibolla með áletruninni „I saved Timothy,“ eða „Ég bjargaði Timothy,“ ásamt sérvöldu súkkulaði frá Bandaríkjunum.


Hér má að neðan má sjá Timothy um borð vél Icelandair á leið til Bandaríkjanna eftir viðburðarríka dvöl á Íslandi.
