Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þingið fer að þessu sinni fram í Bakú, Aserbaísjan undir yfirskriftinni „In solidarity for a greener world,“ enda er það siðferðileg skylda allra þjóða að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu markið. Þó að mörgu hefur verið áorkað frá undirritun Parísarsamkomulagsins 2015, þá eru blikur á lofti og mikilvægt að vinna áfram að settu marki. Til að draga markvisst úr losun gróðurhúsaloftegunda þarf samstillt átak stjórnvalda og atvinnulífs í innleiðingu loftslagslausna á áður óþekktum skala. Tími aðgerða er nú. Áhersla síðasta loftslagsþings, COP28, var meðal annars á orkumál og útfösun jarðefnaeldsneytis. Á þessu þingi verður sérstökum sjónum beint að fjárfestingum í innviðum og nýsköpun en líka hvernig vinna megi að innleiðingu umfangsmikilla kerfisbreytinga, þvert á greinar, samfélög og þjóðir. Hér verða allar þjóðir að leggja sitt af mörkum svo vinna megi að nýjum leiðum að settu marki. Þegar kemur að loftslagsmálum og grænum lausnum stendur Ísland framar flestum þjóðum. Við höfum þegar lokið orkuskiptum í rafmagni og húshitun og til þess þurfti samstöðu og framsýni. Fjárfestingar okkar á þessum sviðum lögðu grunninn að því velferðarsamfélagi sem við búum við í dag. Það umhverfi hefur skapað grunn fyrir grósku nýsköpunar á sviði loftslagslausna og því eru grænar lausnir Íslands í dag eftirsóknarverðar um allan heim. Þá horfa aðrar þjóðir ekki síður til þess hvaða lærdóm megi draga af vegferð Íslands. Við búum yfir einstakri þekkingu og reynslu á sviði nýtingar jarðvarma og vatnsafls, föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis og græns hugvits. Þess vegna skiptir máli að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að sækja fram og kynni sínar lausnir á alþjóðlegum vettvangi sem þessum. Skilaboð íslensku viðskiptasendinefndarinnar á COP29 eru skýr: Sjálfbær framtíð byggir á öflugu samstarfi sem stuðlar að grósku nýsköpunar og þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum fyrir komandi kynslóðir. Með þátttöku sinni eru íslensk fyrirtæki að sýna í verki að þau séu ekki bara áhorfendur í loftslagsbaráttunni heldur leiðtogar sem knýja áfram lausnirnar sem við þurfum. Ef Ísland getur það, geta aðrar þjóðir. Sýnum öðrum þjóðum hugrekkið og hugvitið sem í okkur býr. Um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna og viðskiptasendinefnd atvinnulífsins á COP29 COP er stærsti árlegi loftslagsviðburður heims. Undanfarin ár hefur Ísland sent viðskiptasendinefnd á COP, samhliða samninganefnd Íslands. Viðburðurinn hefur þróast í þá átt að vera ekki eingöngu samningavettvangur aðildarríkjanna, heldur innleiðingarvettvangur þar sem áherslan er á lausnamiðað samtal, þekkingarmiðlun og samstarf um leiðir að settu marki. Íslenskum fyrirtækjum gefst því tækifæri til að kynna sig, sækja sér þekkingu og finna samstarfsaðila. Grænvangur, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um þátttöku viðskiptasendinefndar á COP29. Sendinefndin samanstendur af 8 íslenskum fyrirtækjum og nánar má lesa um þátttöku íslensku viðskiptasendinefndarinnar hér. Allur kostnaður er hlýst af þátttöku fyrirtækjanna og fulltrúa þeirra greiðist af fyrirtækjunum sjálfum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun