Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 31. október 2024 14:35 Maðurinn fékk svona hliðslá í höfuðið. Þessi mynd er úr safni. Black_Kira/Getty Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur taldi hann ekki eiga rétt á skaðabótum. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni mannsins segir að málið lúti að kröfu mannsins um viðurkenningu á bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands og Heklu vegna líkamstjóns. Hann hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur taldi Heklu ekki hafa gætt fyllsta öryggis Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í febrúar í fyrra, segir að í ljósi hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af þeirri umferð gangandi vegfarenda sem gera mætti ráð fyrir gegnum hliðið hafi Heklu borið að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, enda hafi Hekla mátt vita í ljósi allra aðstæðna að hætta stafaði af hliðinu. Heklu hefði verið í lófa lagið að draga úr líkum á því að slys af þessu tagi ætti sér stað með því að setja upp varúðarskilti og beita hljóð-og ljósmerkjum til að vekja athygli vegfarenda á hættunni. Því viðurkenndi héraðsdómur óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins. Landsréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi sýknað Heklu og Vís af kröfum mannsins. Hann hafi meðal annars vísað til þess að að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá hafi Landsréttur hvorki fallist á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Það hafi því ekki verið metið Heklu til sakar að hafa hliðið í notkun á lóð sinni. Við mat á því hvort Hekla hefði, með því að hafa hliðið í notkun við þær aðstæður sem voru á lóðinni, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi hafi Landsréttur meðal annars vísað til þess að þó svo að umferð gangandi vegfarenda hefði ekki verið bönnuð og búast hefði mátt við einhverri slíkri umferð yrði af gögnum málsins ekki ráðið að fótgangandi viðskiptavinum hefði verið beint að þeirri leið sem maðurinn kaus að ganga. Þá hefði maðurinn hvorki sýnt fram á að aðstæður á lóðinni hefðu farið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum né aðrar reglur eða viðmið. Manninum hafi ekki verið talið hafa tekist sönnun þess að slys það sem hann varð fyrir hefði mátt rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Heklu eða starfsmanna félagsins, heldur lagt til grundvallar að um óhappatilvik hefði verið að ræða. Dómur Landsréttar hafi falið í sér minni kröfur til fyrirtækja áður Í ákvörðuninni segir að maðurinn hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Annars vegar um skilyrði laga um meðferð einkamála og hins vegar um ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Hann hafi vísað til þess að dómur Landsréttar feli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki væru fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Að sama skapi væru ekki kunn fordæmi þess að CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar. Hann hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi hann talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni mannsins segir að málið lúti að kröfu mannsins um viðurkenningu á bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands og Heklu vegna líkamstjóns. Hann hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur taldi Heklu ekki hafa gætt fyllsta öryggis Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í febrúar í fyrra, segir að í ljósi hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af þeirri umferð gangandi vegfarenda sem gera mætti ráð fyrir gegnum hliðið hafi Heklu borið að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, enda hafi Hekla mátt vita í ljósi allra aðstæðna að hætta stafaði af hliðinu. Heklu hefði verið í lófa lagið að draga úr líkum á því að slys af þessu tagi ætti sér stað með því að setja upp varúðarskilti og beita hljóð-og ljósmerkjum til að vekja athygli vegfarenda á hættunni. Því viðurkenndi héraðsdómur óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins. Landsréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi sýknað Heklu og Vís af kröfum mannsins. Hann hafi meðal annars vísað til þess að að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá hafi Landsréttur hvorki fallist á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Það hafi því ekki verið metið Heklu til sakar að hafa hliðið í notkun á lóð sinni. Við mat á því hvort Hekla hefði, með því að hafa hliðið í notkun við þær aðstæður sem voru á lóðinni, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi hafi Landsréttur meðal annars vísað til þess að þó svo að umferð gangandi vegfarenda hefði ekki verið bönnuð og búast hefði mátt við einhverri slíkri umferð yrði af gögnum málsins ekki ráðið að fótgangandi viðskiptavinum hefði verið beint að þeirri leið sem maðurinn kaus að ganga. Þá hefði maðurinn hvorki sýnt fram á að aðstæður á lóðinni hefðu farið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum né aðrar reglur eða viðmið. Manninum hafi ekki verið talið hafa tekist sönnun þess að slys það sem hann varð fyrir hefði mátt rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Heklu eða starfsmanna félagsins, heldur lagt til grundvallar að um óhappatilvik hefði verið að ræða. Dómur Landsréttar hafi falið í sér minni kröfur til fyrirtækja áður Í ákvörðuninni segir að maðurinn hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Annars vegar um skilyrði laga um meðferð einkamála og hins vegar um ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Hann hafi vísað til þess að dómur Landsréttar feli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki væru fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Að sama skapi væru ekki kunn fordæmi þess að CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar. Hann hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi hann talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent