Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 09:31 Sergio Ramos sést hér snúa niður Mohamed Salah í úrslitaleiknum 2018 en Jürgen Klopp er enn ósáttur við hann. Getty/Robbie Jay Barratt Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er enn fúll yfir tapinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018 og þá sérstaklega út í einn mann. Real Madrid vann þá 3-1 sigur á Liverpool í Kænugarði í Úkraínu en ein stærsta fréttin frá leiknum var þegar Mohamed Salah fór snemma meiddur af velli eftir að Sergio Ramos sneri hann niður. Salah fór grátandi af velli með slæm axlarmeiðsli og Liverpool liðið átti litla möguleika eftir það. Klopp ræddi þennan úrslitaleik í hlaðvarpsviðtali við Toni Kroos. Kroos var í liði Real Madrid sem fagnaði þarna sigri. Ramos var ekki hættur því hann lenti líka í samstuði við Liverpool markvörðinn Loris Karius. Karius er talinn hafa fengið heilahristing. Markvörðurinn hélt samt áfram og gerði tvö skelfileg mistök seinna í leiknum. „Er herra Ramos virkilega góður gæi?“ spurði Jürgen Klopp. ESPN segir frá. „Hann er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta brot hans var svo gróft,“ sagði Klopp. „Ég skildi aldrei þennan hugsunarhátt hans. Ég hef aldrei verið með slíka leikmenn og þegar ég fékk slíka leikmenn þá sá ég til þess að þeir fóru í burtu aftur,“ sagði Klopp. Kroos kom Ramos til varnar og sagði hann vera mjög góðan liðsfélaga en Klopp bætti við: „Hann er kannski ekki minn uppáhaldsleikmaður en það skiptir engu máli,“ sagði Klopp. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að mínir miðverðir voru alltaf það góðir að þeir þurftu ekki að standa í svona ruddaskap,“ sagði Klopp. Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir en tapaði einnig úrslitaleik á móti Real Madrid árið 2022. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Real Madrid vann þá 3-1 sigur á Liverpool í Kænugarði í Úkraínu en ein stærsta fréttin frá leiknum var þegar Mohamed Salah fór snemma meiddur af velli eftir að Sergio Ramos sneri hann niður. Salah fór grátandi af velli með slæm axlarmeiðsli og Liverpool liðið átti litla möguleika eftir það. Klopp ræddi þennan úrslitaleik í hlaðvarpsviðtali við Toni Kroos. Kroos var í liði Real Madrid sem fagnaði þarna sigri. Ramos var ekki hættur því hann lenti líka í samstuði við Liverpool markvörðinn Loris Karius. Karius er talinn hafa fengið heilahristing. Markvörðurinn hélt samt áfram og gerði tvö skelfileg mistök seinna í leiknum. „Er herra Ramos virkilega góður gæi?“ spurði Jürgen Klopp. ESPN segir frá. „Hann er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn. Þetta brot hans var svo gróft,“ sagði Klopp. „Ég skildi aldrei þennan hugsunarhátt hans. Ég hef aldrei verið með slíka leikmenn og þegar ég fékk slíka leikmenn þá sá ég til þess að þeir fóru í burtu aftur,“ sagði Klopp. Kroos kom Ramos til varnar og sagði hann vera mjög góðan liðsfélaga en Klopp bætti við: „Hann er kannski ekki minn uppáhaldsleikmaður en það skiptir engu máli,“ sagði Klopp. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að mínir miðverðir voru alltaf það góðir að þeir þurftu ekki að standa í svona ruddaskap,“ sagði Klopp. Liverpool vann Meistaradeildina árið eftir en tapaði einnig úrslitaleik á móti Real Madrid árið 2022. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira