Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2024 11:33 Erik ten Hag vann titil bæði tímabil sín hjá Manchester United, deildabikar og bikar, en gengið í ensku úrvalsdeildinni og Evrópukeppni var langt undir væntingum. Getty/Eddie Keogh Erik ten Hag var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United á mánudagsmorgun. Hann fær veglegan starfslokasamning en er engu að síður í öngum sínum. Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Portúgalinn Ruben Amorim verður brátt kynntur sem nýr stjóri United og stýra liðinu í fyrsta sinn þegar það mætir Ipswich 24. nóvember, eftir landsleikjahléið, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri virtum blaðamönnum. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í leikjunum þremur fram að því eftir að hafa stýrt liðinu í 5-2 sigri gegn Leicester í deildabikarleik á miðvikudag. Ten Hag, sem tók við United sumarið 2022 eftir að hafa stýrt Ajax í fjögur ár, er hins vegar orðinn atvinnulaus og þessi 54 ára Hollendingur er sagður niðurbrotinn maður. Það fullyrðir að minnsta kosti Hans Kraay Jr., fyrrverandi liðsfélagi Ten Hag og fjölmiðlamaður. „Mér skilst að hann fái sautján milljónir evra [rúmlega 2,5 milljarða króna] og þá heldur fólk að hann hafi hoppað hæð sína af gleði í Manchester. Nei, hann er gjörsamlega, algjörlega í öngum sínum. Hann er alveg niðurbrotinn,“ sagði Kraay Jr. samkvæmt hollenska miðlinum Soccernews. „Á svona augnabliki þá er maður ekkert að hugsa um peninga,“ bætti hann við. Flaug strax heim til Hollands Daily Mail segir að Ten Hag hafi flogið með einkavél frá Manchester heim til Hollands, eftir brottreksturinn, og að foreldrar hans hafi heimsótt hann til Oldenzaal. Nistelrooy kvaðst fyrr í vikunni hafa verið í sambandi við Ten Hag: „Ég hitti hann á mánudaginn og talaði við hann fyrir leikinn,“ sagði Nistelrooy þegar hann ræddi við fjölmiðla í kringum leikinn við Leicester á miðvikudag. Nistelrooy sagði líkt og Krayy Jr. að Ten Hag væri afar svekktur enda væri honum annt um félagið. Næsti leikur United er við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira