Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar.
Þar segir að aðfaranótt sunnudags muni fara að rigna aftur, en einnig sé búist við slyddu eða snjókomu norðanlands. Þá verður hlýnandi veður síðdegis á morgun, og einnig mun létta til norðaustanlands seinnipartinn.
Þá er útlit fyrir svipað veður á mánudag og þriðjudag. „Rigning og súld á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomulítið að mestu leyti á norðaustanverðu landinu. Áfram mild í veðri.“