Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu þegar markmaðurinn Maduka Okoye skutlaði sér á eftir skoti Khéphren Thuram, en það fór í stöngina og svo bakið á markmanninum áður en boltinn lak yfir línuna.

Aftur var stöngin með Juventus í liði í öðru markinu sem var skorað rétt fyrir hálfleik, skot Kenans Yildiz skoppaði af markrammanum og fyrir fætur Nicolo Savona sem kláraði færið.
Þrátt fyrir að hafa ekki enn tapað leik er Juventus aðeins í þriðja sæti deildarinnar, jafnt Inter Milan að stigum en fjórum stigum á eftir toppliði Napoli. Juventus hefur líka leikið einum fleiri leik en liðin fyrir ofan og bilið gæti því breikkað.