Stóð ógn af kærastanum en óforsvaranlegt að stinga hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. nóvember 2024 09:30 Atvik málsins áttu sér stað í íbúð konunnar í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna stunguárásar sem var framin á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði 2021. Sá sem varð fyrir árásinni var þáverandi kærasti hennar, en fyrir dómi viðurkenndi konan að hafa stungið hann tvívegis en sagði hann hafa beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. Hún neitaði sök á þeim forsendum að um neyðarvörn væri að ræða. Henni var gefið að sök að leggja ítrekað til mannsins með hníf sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Í skýrslutöku fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Síðan hafi hann grýtt henni í gólfið og sparkað í hana. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt. „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig.“ Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Í greinargerð verjanda konunnar sagði að hún hefði stungið manninn til þess að bjarga lífi sínu. Árás hans hefði getað endað með andláti hennar og því hafi hnífstungurnar verið forsvaranlegar til að komast undan á lífi. Annað en að beita hnífnum hafi ekki verið mögulegt til að verjast árás mannsins. Sá aldrei hnífinn Fyrir dómi sagði maðurinn að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en það hafi verið stormasamt. Þetta kvöld hafi komið upp ósætti á milli þeirra og hann sagst vilja slíta sambandinu. Hann hafi skyndilega fundið fyrir því að hafa verið stunginn aftan í hnéð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Maðurinn hafi í kjölfarið ætlað úr íbúðinni, en þá hafi komið til ryskinga milli þeirra tveggja. Hann sagði að það mætti vel vera að konan hafi hlotið einhverja áverka við það. Einnig sagði hann að það gæti staðist að hann hafi gripið í konuna og tekið í hár hennar. Áður en hann hafi komist út hafi hún stungið hann í aftanvert læri og í öxl, en hann sagðist aldrei hafa séð hnífinn. Að sögn mannsins skar hann ekki föt utan af konunni eins og hún hafð lýst. Hann sagðist í raun ekkert hafa verið með hníf umrætt kvöld. Eftir hnífstunguna væri hann með varanlegan áverka á hné, en hann gæti ekki lyft fætinum eðlilega. Stóð ógn af manninum en ekki rétta að grípa til hnífs Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekkert bendi til annars en að konan hafi hlotið áverka eftir átök við manninn. Myndbönd sem konan tók umrætt kvöld sýni að maðurinn hafi verið talsvert ölvaður og framkoma hans í garð konunnar ekki viðeigandi. Þá væri hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði líkamlega yfirburði yfir konunni Í dómnum segir að eflaust hafi konunni staðið ógn af manninum í því ástandi sem hann var. Þrátt fyrir það er það mat dómsins að ekki sé hægt að fullyrða að lífi konunnar hafi verið ógnað, og nauðsynlegt fyrir hana að grípa til hnífs. Dómurinn féllst ekki á að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því var konan sakfelld. Líkt og áður segir hlaut hún sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er henni gert að greiða manninum 500 þúsund krónur, sem og sakarkostnað málsins sem er tæplega 1,3 milljónir króna. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Sá sem varð fyrir árásinni var þáverandi kærasti hennar, en fyrir dómi viðurkenndi konan að hafa stungið hann tvívegis en sagði hann hafa beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. Hún neitaði sök á þeim forsendum að um neyðarvörn væri að ræða. Henni var gefið að sök að leggja ítrekað til mannsins með hníf sem var með fimmtán sentímetra löngu blaði. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ Í skýrslutöku fyrir dómi sagði konan að maðurinn hefði tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Síðan hafi hann grýtt henni í gólfið og sparkað í hana. Hún sagðist hafa óttast um líf sitt. „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig.“ Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Í greinargerð verjanda konunnar sagði að hún hefði stungið manninn til þess að bjarga lífi sínu. Árás hans hefði getað endað með andláti hennar og því hafi hnífstungurnar verið forsvaranlegar til að komast undan á lífi. Annað en að beita hnífnum hafi ekki verið mögulegt til að verjast árás mannsins. Sá aldrei hnífinn Fyrir dómi sagði maðurinn að þau hefðu verið í sambandi á þessum tíma en það hafi verið stormasamt. Þetta kvöld hafi komið upp ósætti á milli þeirra og hann sagst vilja slíta sambandinu. Hann hafi skyndilega fundið fyrir því að hafa verið stunginn aftan í hnéð. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Maðurinn hafi í kjölfarið ætlað úr íbúðinni, en þá hafi komið til ryskinga milli þeirra tveggja. Hann sagði að það mætti vel vera að konan hafi hlotið einhverja áverka við það. Einnig sagði hann að það gæti staðist að hann hafi gripið í konuna og tekið í hár hennar. Áður en hann hafi komist út hafi hún stungið hann í aftanvert læri og í öxl, en hann sagðist aldrei hafa séð hnífinn. Að sögn mannsins skar hann ekki föt utan af konunni eins og hún hafð lýst. Hann sagðist í raun ekkert hafa verið með hníf umrætt kvöld. Eftir hnífstunguna væri hann með varanlegan áverka á hné, en hann gæti ekki lyft fætinum eðlilega. Stóð ógn af manninum en ekki rétta að grípa til hnífs Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekkert bendi til annars en að konan hafi hlotið áverka eftir átök við manninn. Myndbönd sem konan tók umrætt kvöld sýni að maðurinn hafi verið talsvert ölvaður og framkoma hans í garð konunnar ekki viðeigandi. Þá væri hægt að gera ráð fyrir því að hann hefði líkamlega yfirburði yfir konunni Í dómnum segir að eflaust hafi konunni staðið ógn af manninum í því ástandi sem hann var. Þrátt fyrir það er það mat dómsins að ekki sé hægt að fullyrða að lífi konunnar hafi verið ógnað, og nauðsynlegt fyrir hana að grípa til hnífs. Dómurinn féllst ekki á að um neyðarvörn hafi verið að ræða og því var konan sakfelld. Líkt og áður segir hlaut hún sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er henni gert að greiða manninum 500 þúsund krónur, sem og sakarkostnað málsins sem er tæplega 1,3 milljónir króna.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira