Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. nóvember 2024 14:01 José Mourinho og Damien Duff halda enn sambandi rúmum tveimur áratugum eftir að leiðir þeirra skildust hjá Chelsea. getty / fotojet Damien Duff stýrði liði Shelbourne til fyrsta deildarmeistaratitilsins á Írlandi í 18 ár. Hann sótti innblástur til tíma síns sem leikmanns undir José Mourinho, sem sendi liðinu myndskilaboð fyrir leik og hvatti þá til sigurs. Shelbourne varð deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 2004 með 1-0 sigri gegn Derry City. Harry Wood skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu sem markmaðurinn varði. Damien Duff tók við liðinu eftir tímabilið 2021 þegar það komst upp í efstu deild. Á fyrsta tímabilinu endaði Shelbourne í 7. sæti, svo 4. sæti áður en titlinum var hampað í ár. Shamrock Rovers, sem hefur komið hingað til lands síðustu tvö sumur og keppt við Breiðablik og Víking, hafði unnið írsku deildina fjögur ár í röð á undan. Damien Duff var á sínum tíma leikmaður Chelsea frá 2003-2006 undir José Mourinho, saman unnu þeir tvo Englandsmeistaratitla.Mike Egerton - PA Images via Getty Images „Ég reyni og við höfum reynt að byggja upp sama hugarfar og hann gerði, við gegn heiminum. Það væri galið að nýta ekki það sem ég lærði af honum. Alla vikuna reyndi ég að veita liðinu innblástur, svo á fundinum fyrir leik fengu strákarnir að myndskilaboð sem José sendi þeim. Hann útskyrði hvað þyrfti til að vinna titil sem lið, ekki sem einstaklingar. Þeim fannst þetta magnað. Myndbandið var sýnt bara tveimur tímum fyrir leik,“ sagði Duff og greindi einnig frá því að hann hafi reynt að hringja í Mourinho í fagnaðarlátunum inni í klefa eftir leik, en ekki fengið svar. Damien Duff reyndi að ná aftur á Mourinho eftir leik en fékk ekki svar. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images Írland Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Shelbourne varð deildarmeistari í fyrsta sinn síðan 2004 með 1-0 sigri gegn Derry City. Harry Wood skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu sem markmaðurinn varði. Damien Duff tók við liðinu eftir tímabilið 2021 þegar það komst upp í efstu deild. Á fyrsta tímabilinu endaði Shelbourne í 7. sæti, svo 4. sæti áður en titlinum var hampað í ár. Shamrock Rovers, sem hefur komið hingað til lands síðustu tvö sumur og keppt við Breiðablik og Víking, hafði unnið írsku deildina fjögur ár í röð á undan. Damien Duff var á sínum tíma leikmaður Chelsea frá 2003-2006 undir José Mourinho, saman unnu þeir tvo Englandsmeistaratitla.Mike Egerton - PA Images via Getty Images „Ég reyni og við höfum reynt að byggja upp sama hugarfar og hann gerði, við gegn heiminum. Það væri galið að nýta ekki það sem ég lærði af honum. Alla vikuna reyndi ég að veita liðinu innblástur, svo á fundinum fyrir leik fengu strákarnir að myndskilaboð sem José sendi þeim. Hann útskyrði hvað þyrfti til að vinna titil sem lið, ekki sem einstaklingar. Þeim fannst þetta magnað. Myndbandið var sýnt bara tveimur tímum fyrir leik,“ sagði Duff og greindi einnig frá því að hann hafi reynt að hringja í Mourinho í fagnaðarlátunum inni í klefa eftir leik, en ekki fengið svar. Damien Duff reyndi að ná aftur á Mourinho eftir leik en fékk ekki svar. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images
Írland Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira