Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 20:21 Logi Tómasson í leik með Strömsgodset. godset.no Fjöldi Íslendinga var á ferðinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titilbaráttan er hnífjöfn nú þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd. Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd.
Norski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira