Verkin og vinnusemin tala sínu máli Einar Bárðarson skrifar 3. nóvember 2024 21:31 Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Það er frábært að eiga menningarmálaráðherra sem tilbúin að taka slaginn í þágu menningarmála, standa með menningunni í blíðu jafnt sem stríðu eins og í heimsfaraldrinum, og er tilbúin að bretta upp ermar og koma hlutum í verk líkt og listinn hér að neðan er til vitnis um, en hann er langt í frá tæmandi. Taktfastari tónlistarumhverfi Ný tónlistarstefna til ársins 2030 markaði vatnaskil fyrir umhverfi tónlistar á Íslandi, þar sem hlúð er meðal annars að tónlistarmenntun og markvissum útflutningi á íslenskri tónlist. Ný heildarlög um tónlist urðu að veruleika og langþráð Tónlistarmiðstöð sömuleiðis. En hlutverk hennar er að stuðla að og styðja við samstarf milli tónlistarfólks, menntastofnana og atvinnulífsins, með það að markmiði að auka samkeppnishæfni og sýnileika íslenskrar tónlistar bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Nýr og öflugri Tónlistarsjóður leikur þar lykilhlutverk sem er hluti af þessum breytingum. Kvikmyndagerð á Íslandi orðin heilsársatvinnugrein Það hefur nánast verið lygilegt að fylgjast með þeim mikla krafti sem hefur ruðst fram umliðnum árum í kvikmyndagerð á Íslandi víða um land. Ný kvikmyndastefna til ársins 2030 hefur eflt umhverfi kvikmyndagerðar hér á landi til muna og velta stóraukist. Endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð var hækkað úr 25% í 35%. Fyrstu kvikmyndadeild landsins á háskólastigi við Listaháskóla Íslands var komið á laggirnar og framlög til náms í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi voru hækkuð. Starfslaunasjóður kvikmyndahöfunda verður að veruleika á næsta ári eftir breytingar á lögum um starfslaun listamanna og unnið er að menningarframlagi streymisveitna sem er ætlað að efla innlenda kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Það hefur síðan líka bara verið gaman að sjá svo mikið af hæfileikaríku fólki hérlendis getað unnið allt árið um kring í kvikmyndagerð og tengdum greinum. Bókaþjóðin Að sama skapi hefur verið hrint til framkvæmdar aðgerðum til þess að efla bókmenntaumhverfið hér á landi. 25% endurgreiðslur vegna bókaútgáfu á íslensku hafa skipt þar sköpum, styrking listamannalauna, efling bókasafna og stofnun barna- og ungmennabókasjóðs eru dæmi um aðgerðir sem ráðist hefur verið í. Þá mun ný bókmenntastefna til ársins 2030 varða leiðina lengra fram á við en meginmarkmið hennar er að stuðla að sköpun á íslensku, aðgengi að fjölbreyttu efni á og treysta með því stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu ásamt því að auknum lestur sem víðast í samfélaginu, með sérstakri áherslu á unga lesendur. Ofangreind atriði eru dæmi um verulegar breytingar á umgjörð menningarmála sem ráðist hefur verið í. Sem reyndur umboðsmaður sem hefur séð tímanna tvenna í þessum bransa get ég ekki annað en glaðst, enda grundvallast sjálfsmynd okkar að stórum hluta á menningu okkar og tungu og það skiptir því máli að hlúa að þeim af einhverri alvöru, en ekki mæta bara í partýin þegar vel gengur. Til gamans má beitti Lilja sér líka af fullum þunga fyrir því að ChatGPT tali íslensku með snilldarbrag. 12 stig á það. Hún kynnti myndlistarstefnu til 2030 og stofnaði nýja myndlistarmiðstöð sem hefur stærra hlutverk innanlands. Einnig var sviðslistamiðstöð stofnuð og unnið að sviðslistastefnu til 2030. Lilja lagði einnig fram frumvarp um Þjóðaróperu fyrir Alþingi og tryggði fyrsta kjarasamninginn fyrir danshöfunda í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur stutt við starfsemi Íslenska dansflokksins og aðstöðu sjálfstæðra sviðslistahópa í Reykjavík. Á sviði kvikmynda kynnti hún kvikmyndastefnu til 2030 og lagði frumvarp um menningarframlag streymisveitna til að styrkja kvikmyndasjóð. Endurgreiðsla til stærri kvikmyndaverkefna hækkaði í 35%, og nýr styrkjaflokkur fyrir sjónvarpsefni var stofnaður innan kvikmyndasjóðs. Lilja hefur einnig unnið að því að efla menningu og skapandi greinar um allt land, með áherslu á að tryggja aðgengi að listsköpun og menningu fyrir alla. Hún hefur lagt áherslu á jafnrétti í lista- og menningarstarfi, og að styðja listsköpun fatlaðs fólks. Með þessum aðgerðum hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir stuðlað að vexti og þróun menningar og skapandi greina á Íslandi, sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Höfundur skipar 2. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Einar Bárðarson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef hrifist af þeim fjölmörgu verkum sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur komið til leiða á undanförnum árum til að efla menningu og skapandi greinar á Íslandi, ásamt viðurkenningunni á að um sé að ræða alvöru atvinnugreinar sem skila verulegum efnahagslegum áhrifum til samfélagsins líkt og nýlegar úttektir á hafa staðfest. Það er frábært að eiga menningarmálaráðherra sem tilbúin að taka slaginn í þágu menningarmála, standa með menningunni í blíðu jafnt sem stríðu eins og í heimsfaraldrinum, og er tilbúin að bretta upp ermar og koma hlutum í verk líkt og listinn hér að neðan er til vitnis um, en hann er langt í frá tæmandi. Taktfastari tónlistarumhverfi Ný tónlistarstefna til ársins 2030 markaði vatnaskil fyrir umhverfi tónlistar á Íslandi, þar sem hlúð er meðal annars að tónlistarmenntun og markvissum útflutningi á íslenskri tónlist. Ný heildarlög um tónlist urðu að veruleika og langþráð Tónlistarmiðstöð sömuleiðis. En hlutverk hennar er að stuðla að og styðja við samstarf milli tónlistarfólks, menntastofnana og atvinnulífsins, með það að markmiði að auka samkeppnishæfni og sýnileika íslenskrar tónlistar bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Nýr og öflugri Tónlistarsjóður leikur þar lykilhlutverk sem er hluti af þessum breytingum. Kvikmyndagerð á Íslandi orðin heilsársatvinnugrein Það hefur nánast verið lygilegt að fylgjast með þeim mikla krafti sem hefur ruðst fram umliðnum árum í kvikmyndagerð á Íslandi víða um land. Ný kvikmyndastefna til ársins 2030 hefur eflt umhverfi kvikmyndagerðar hér á landi til muna og velta stóraukist. Endurgreiðsluhlutfall í kvikmyndagerð var hækkað úr 25% í 35%. Fyrstu kvikmyndadeild landsins á háskólastigi við Listaháskóla Íslands var komið á laggirnar og framlög til náms í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi voru hækkuð. Starfslaunasjóður kvikmyndahöfunda verður að veruleika á næsta ári eftir breytingar á lögum um starfslaun listamanna og unnið er að menningarframlagi streymisveitna sem er ætlað að efla innlenda kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Það hefur síðan líka bara verið gaman að sjá svo mikið af hæfileikaríku fólki hérlendis getað unnið allt árið um kring í kvikmyndagerð og tengdum greinum. Bókaþjóðin Að sama skapi hefur verið hrint til framkvæmdar aðgerðum til þess að efla bókmenntaumhverfið hér á landi. 25% endurgreiðslur vegna bókaútgáfu á íslensku hafa skipt þar sköpum, styrking listamannalauna, efling bókasafna og stofnun barna- og ungmennabókasjóðs eru dæmi um aðgerðir sem ráðist hefur verið í. Þá mun ný bókmenntastefna til ársins 2030 varða leiðina lengra fram á við en meginmarkmið hennar er að stuðla að sköpun á íslensku, aðgengi að fjölbreyttu efni á og treysta með því stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu ásamt því að auknum lestur sem víðast í samfélaginu, með sérstakri áherslu á unga lesendur. Ofangreind atriði eru dæmi um verulegar breytingar á umgjörð menningarmála sem ráðist hefur verið í. Sem reyndur umboðsmaður sem hefur séð tímanna tvenna í þessum bransa get ég ekki annað en glaðst, enda grundvallast sjálfsmynd okkar að stórum hluta á menningu okkar og tungu og það skiptir því máli að hlúa að þeim af einhverri alvöru, en ekki mæta bara í partýin þegar vel gengur. Til gamans má beitti Lilja sér líka af fullum þunga fyrir því að ChatGPT tali íslensku með snilldarbrag. 12 stig á það. Hún kynnti myndlistarstefnu til 2030 og stofnaði nýja myndlistarmiðstöð sem hefur stærra hlutverk innanlands. Einnig var sviðslistamiðstöð stofnuð og unnið að sviðslistastefnu til 2030. Lilja lagði einnig fram frumvarp um Þjóðaróperu fyrir Alþingi og tryggði fyrsta kjarasamninginn fyrir danshöfunda í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur stutt við starfsemi Íslenska dansflokksins og aðstöðu sjálfstæðra sviðslistahópa í Reykjavík. Á sviði kvikmynda kynnti hún kvikmyndastefnu til 2030 og lagði frumvarp um menningarframlag streymisveitna til að styrkja kvikmyndasjóð. Endurgreiðsla til stærri kvikmyndaverkefna hækkaði í 35%, og nýr styrkjaflokkur fyrir sjónvarpsefni var stofnaður innan kvikmyndasjóðs. Lilja hefur einnig unnið að því að efla menningu og skapandi greinar um allt land, með áherslu á að tryggja aðgengi að listsköpun og menningu fyrir alla. Hún hefur lagt áherslu á jafnrétti í lista- og menningarstarfi, og að styðja listsköpun fatlaðs fólks. Með þessum aðgerðum hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir stuðlað að vexti og þróun menningar og skapandi greina á Íslandi, sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Höfundur skipar 2. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun