Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 23:01 Bruno Fernandes styður sig við hornfánann, í leiknum við Chelsea í dag. Getty/Carl Recine Bruno Fernandes skoraði loks í dag sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, í fyrsta deildarleiknum eftir að Erik ten Hag var rekinn. Hann kennir sjálfum sér um brottreksturinn. Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira