Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:32 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum. Ísland er í dag eina ríkið innan Schengen samstarfsins sem ekki hefur komið á fót brottfararúrræði fyrir þessa einstaklinga. Við þetta hafa verið gerðar ítrekaðar athugasemdir enda skapast réttarfarslegt tómarúm þar sem við getum ekki tryggt brottvísun þeirra sem dvelja á Íslandi í ólögmætri dvöl eftir að hafa fengið synjun. Um er að ræða einstaklinga sem ber að fara af landi brott og hafa hafnað allri samvinnu við stjórnvöld í þá veru. Afleiðingarnar af þessu ástandi eru margar og alvarlegar, en óljóst lagalegt ástand getur til dæmis ýtt undir félagslega einangrun og óvissu. Óvissu fyrir bæði viðkomandi einstaklinga en einnig fyrir íslenskt samfélag. Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins. Mannúð er lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf. Núverandi staða er óásættanleg Í dag eru um 220 einstaklingar í ólögmætri dvöl á Íslandi og bíða heimfarar. Inni í þeirri tölu eru ekki þeir einstaklingar sem hafa látið sig hverfa. Stór hluti af þessum 220 einstaklingum hefur þegar fengið synjun um alþjóðlega vernd. Undir lok september höfðu um 1500 umsóknir borist um alþjóðlega vernd á árinu og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda um alþjóðlega vernd. Það höfðu 1165 einstaklingar yfirgefið landið, þar af 205 í þvingaðri brottför. Staðreyndin er sú, að það sem af er ári hafa rúmlega 40 manns sem ber að yfirgefa landið verið vistaðir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt. En þetta er samt ástand sem sumir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum kenna sig við mannúð og segjast „ekki styðja varðhaldsbúðir fyrir hælisleitendur“, vilja frekar viðhalda en að koma upp mannúðlegum brottfararúrræðum eins og öll nágrannalönd okkar hafa. Í spjallþætti á dögunum sagði nýkjörinn formaður stjórnmálaafls um brottfararúrræði að hún væri andsnúin „þessu áhugamáli“ Sjálfstæðisflokksins. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það áhugamál að tala fyrir ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Það er áhugamál okkar að gera áframhaldandi umbætur í málaflokknum, tryggja skilvirka málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það er áhugamál okkar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og gæta mannúðar. Ekki bara á tyllidögum heldur í hvívetna. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum. Ísland er í dag eina ríkið innan Schengen samstarfsins sem ekki hefur komið á fót brottfararúrræði fyrir þessa einstaklinga. Við þetta hafa verið gerðar ítrekaðar athugasemdir enda skapast réttarfarslegt tómarúm þar sem við getum ekki tryggt brottvísun þeirra sem dvelja á Íslandi í ólögmætri dvöl eftir að hafa fengið synjun. Um er að ræða einstaklinga sem ber að fara af landi brott og hafa hafnað allri samvinnu við stjórnvöld í þá veru. Afleiðingarnar af þessu ástandi eru margar og alvarlegar, en óljóst lagalegt ástand getur til dæmis ýtt undir félagslega einangrun og óvissu. Óvissu fyrir bæði viðkomandi einstaklinga en einnig fyrir íslenskt samfélag. Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins. Mannúð er lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf. Núverandi staða er óásættanleg Í dag eru um 220 einstaklingar í ólögmætri dvöl á Íslandi og bíða heimfarar. Inni í þeirri tölu eru ekki þeir einstaklingar sem hafa látið sig hverfa. Stór hluti af þessum 220 einstaklingum hefur þegar fengið synjun um alþjóðlega vernd. Undir lok september höfðu um 1500 umsóknir borist um alþjóðlega vernd á árinu og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda um alþjóðlega vernd. Það höfðu 1165 einstaklingar yfirgefið landið, þar af 205 í þvingaðri brottför. Staðreyndin er sú, að það sem af er ári hafa rúmlega 40 manns sem ber að yfirgefa landið verið vistaðir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt. Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt. En þetta er samt ástand sem sumir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum kenna sig við mannúð og segjast „ekki styðja varðhaldsbúðir fyrir hælisleitendur“, vilja frekar viðhalda en að koma upp mannúðlegum brottfararúrræðum eins og öll nágrannalönd okkar hafa. Í spjallþætti á dögunum sagði nýkjörinn formaður stjórnmálaafls um brottfararúrræði að hún væri andsnúin „þessu áhugamáli“ Sjálfstæðisflokksins. Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil haft það áhugamál að tala fyrir ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Það er áhugamál okkar að gera áframhaldandi umbætur í málaflokknum, tryggja skilvirka málsmeðferð og ná niður kostnaði. Það er áhugamál okkar að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og gæta mannúðar. Ekki bara á tyllidögum heldur í hvívetna. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun