„Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2024 11:26 Kalie elskar Trump og getur ekki beðið eftir því að hann komist aftur í Hvíta húsið. Vísir Þeir stuðningsmenn Kamölu Harris og Donald Trump sem ég hef rætt við síðustu daga eiga þrennt sameiginlegt; þeim er umhugað um fjölskyldur sínar, eru sannfærðir um að sinn kandídat vinni og hugsa til þess með hryllingi að andstæðingurinn komist til valda. Mögulega felst ákveðin afneitun í þessari miklu fullvissu, þar sem stuðningur við Harris og Trump er eiginlega hálf fáránlega svipaður og hefur aðeins sveiflast um örfáarf prósentur til eða frá síðustu vikur. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs og víðar hafa raunar gefist upp á að spá fyrir um úrslitin. Trump hefur sótt á... en Harris virðist njóta meira fylgis meðal þeirra sem hafa þegar kosið. Svona má endalaust tína til og nú fórna spekingarnir höndum og segja einfaldlega: Það er ekkert annað í stöðunni en bíða og sjá. „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ segir hin brosmilda Kalie, spurð að því hvort hún telji að Trump muni merja sigur. Ég hef lítið orðið vör við að fólk sé að merkja sig Trump eða Harris úti á götu en hér er sagan önnur.Vísir Við erum staddar á pepprallý/ródeó/bílasýningu til stuðnings Trump og það eru allir vel stemmdir og greinilega til í að njóta dagsins. Viðburðurinn er haldinn lengst úti í eyðimörk í Arizona, á afmörkuðu svæði sem lítur út eins og heimatilbúinn kántríbær. Fjölskyldur sitja við pikknikk-borð og gæða sér á alls konar fitugu og gómsætu góðgæti, sem stór hluti fullorðna fólksins skolar niður með köldum bjór. Bílastæðin eru þétt pökkuð og þar er önnur hver bifreið myndarlegur pallbíll, margir skreyttir fánum sem blakta í notalegri eftirmiðdagsgolunni. „Jesú er bjargvættur minn, Trump forsetinn minn,“ stendur á einum flennistórum fána. Kántríbærinn virðist hafa verið reistur fyrir fjölskyldudaga af þessu tagi.Vísir „Hann elskar þetta land svo mikið“ En af hverju ætlar Kalie að kjósa Trump? „Oh, ég bara elska hann!“ svarar hún af mikilli innlifun, svona eins og hún sé raunverulega ástfangin. „Hann elskar okkur.. hann elskar þetta land svo mikið. Og hann mun gera hvað sem þarf til að gera allt gott aftur.“ Kalie er alsæl með daginn og lífið og sér það augljóslega í hillingum að hennar maður komist aftur í Hvíta húsið. Maður sem situr skammt frá í garðstól og er að selja stuttermaboli virðist ekki alveg á sama stað. Það er þungt yfir honum og ekki batnar það þegar ég gef mig á tal við hann. Jú, hann ætlar að sjálfsögðu að kjósa Trump. Hitt er bara... óhugsandi. Það kemur upp úr dúrnum að kauði heitir Ragnar og er ættaður frá Noregi. Frændi er fámáll, hann óttast að kosningunum verði „stolið“, en hann samþykkir myndatöku og kveður kumpánlega. Ragnar er Bandaríkjamaður en rekur ættir sínar til Noregs annars vegar og Ítalíu hins vegar.Vísir Og hvað haldið þið að gerist svo? „Ragnar Loðbrók!“ er það fyrsta sem næsti viðmælandi minn segir, hátt og snjallt, þegar hann heyrir að ég er frá Íslandi. Hann hefur víst verið að horfa á einhverja víkingaþætti og þykir stórmerkilegt að hitta mig. Eftir nokkrar tilraunir til að segja „Hólmfríður“ gefast hann og konan hans upp; hann ákveður að kalla mig „daugther of Loki“ en allar konur sem ég hitti á svæðinu þennan daginn ávarpa mig „darling“. Rök og rökleysa í bland Bæði Ragnar og Ragnars aðdáandi Loðbrókar (ég næ aldrei nafninu hans en konan hans heitir Marty og hundurinn þeirra Bella) rökstyðja stuðning sinn við Trump meðal annars með því að vísa til þess að friður hafi ríkt í heiminum þegar hann var við völd. Marty og maðurinn hennar.Vísir Þetta er nokkuð sem margir nefna; Trump hafi verið forseti friðar og allt farið til andskotans þegar hann fór frá. Hann sé maður sem geti talað við alla og muni leysa málin með því að ræða við Pútín og aðra vandræðaseggi. Það er vert að nefna, mér finnst það að minnsta kosti svolítið áhugavert, að þessa fjóra daga sem ég hef verið í Bandaríkjunum að ræða við fólk, hafa fjórir stuðningsmenn Trump fundið sig knúna til að taka það sérstaklega fram við mig að þeir „lesi“; kynni sér málið. Fánarnir blakta í eftirmiðdegissólinni.Vísir Það er eins og þeir geri ráð fyrir að ég sé fyrirfram búin að afskrifa þá sem einhverja vitleysinga, að þeir séu vanir því að talað sé niður til þeirra. Og það er langt í frá; margir þeirra hafa augljóslega kynnt sér stefnu Harris og Trump og hreinlega treysta Trump betur, ekki síst í efnahagsmálum. Innflytjendamálin koma líka oft upp en þar byggja menn meira á tilfinningu og hjá mörgum virðist grunnt á fordómum; jú jú, löglegir innflytjendur eru allt í lagi en þessir ólöglegu, þeir eru allir glæpamenn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Mögulega felst ákveðin afneitun í þessari miklu fullvissu, þar sem stuðningur við Harris og Trump er eiginlega hálf fáránlega svipaður og hefur aðeins sveiflast um örfáarf prósentur til eða frá síðustu vikur. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember. Stjórnmálaskýrendur vestanhafs og víðar hafa raunar gefist upp á að spá fyrir um úrslitin. Trump hefur sótt á... en Harris virðist njóta meira fylgis meðal þeirra sem hafa þegar kosið. Svona má endalaust tína til og nú fórna spekingarnir höndum og segja einfaldlega: Það er ekkert annað í stöðunni en bíða og sjá. „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ segir hin brosmilda Kalie, spurð að því hvort hún telji að Trump muni merja sigur. Ég hef lítið orðið vör við að fólk sé að merkja sig Trump eða Harris úti á götu en hér er sagan önnur.Vísir Við erum staddar á pepprallý/ródeó/bílasýningu til stuðnings Trump og það eru allir vel stemmdir og greinilega til í að njóta dagsins. Viðburðurinn er haldinn lengst úti í eyðimörk í Arizona, á afmörkuðu svæði sem lítur út eins og heimatilbúinn kántríbær. Fjölskyldur sitja við pikknikk-borð og gæða sér á alls konar fitugu og gómsætu góðgæti, sem stór hluti fullorðna fólksins skolar niður með köldum bjór. Bílastæðin eru þétt pökkuð og þar er önnur hver bifreið myndarlegur pallbíll, margir skreyttir fánum sem blakta í notalegri eftirmiðdagsgolunni. „Jesú er bjargvættur minn, Trump forsetinn minn,“ stendur á einum flennistórum fána. Kántríbærinn virðist hafa verið reistur fyrir fjölskyldudaga af þessu tagi.Vísir „Hann elskar þetta land svo mikið“ En af hverju ætlar Kalie að kjósa Trump? „Oh, ég bara elska hann!“ svarar hún af mikilli innlifun, svona eins og hún sé raunverulega ástfangin. „Hann elskar okkur.. hann elskar þetta land svo mikið. Og hann mun gera hvað sem þarf til að gera allt gott aftur.“ Kalie er alsæl með daginn og lífið og sér það augljóslega í hillingum að hennar maður komist aftur í Hvíta húsið. Maður sem situr skammt frá í garðstól og er að selja stuttermaboli virðist ekki alveg á sama stað. Það er þungt yfir honum og ekki batnar það þegar ég gef mig á tal við hann. Jú, hann ætlar að sjálfsögðu að kjósa Trump. Hitt er bara... óhugsandi. Það kemur upp úr dúrnum að kauði heitir Ragnar og er ættaður frá Noregi. Frændi er fámáll, hann óttast að kosningunum verði „stolið“, en hann samþykkir myndatöku og kveður kumpánlega. Ragnar er Bandaríkjamaður en rekur ættir sínar til Noregs annars vegar og Ítalíu hins vegar.Vísir Og hvað haldið þið að gerist svo? „Ragnar Loðbrók!“ er það fyrsta sem næsti viðmælandi minn segir, hátt og snjallt, þegar hann heyrir að ég er frá Íslandi. Hann hefur víst verið að horfa á einhverja víkingaþætti og þykir stórmerkilegt að hitta mig. Eftir nokkrar tilraunir til að segja „Hólmfríður“ gefast hann og konan hans upp; hann ákveður að kalla mig „daugther of Loki“ en allar konur sem ég hitti á svæðinu þennan daginn ávarpa mig „darling“. Rök og rökleysa í bland Bæði Ragnar og Ragnars aðdáandi Loðbrókar (ég næ aldrei nafninu hans en konan hans heitir Marty og hundurinn þeirra Bella) rökstyðja stuðning sinn við Trump meðal annars með því að vísa til þess að friður hafi ríkt í heiminum þegar hann var við völd. Marty og maðurinn hennar.Vísir Þetta er nokkuð sem margir nefna; Trump hafi verið forseti friðar og allt farið til andskotans þegar hann fór frá. Hann sé maður sem geti talað við alla og muni leysa málin með því að ræða við Pútín og aðra vandræðaseggi. Það er vert að nefna, mér finnst það að minnsta kosti svolítið áhugavert, að þessa fjóra daga sem ég hef verið í Bandaríkjunum að ræða við fólk, hafa fjórir stuðningsmenn Trump fundið sig knúna til að taka það sérstaklega fram við mig að þeir „lesi“; kynni sér málið. Fánarnir blakta í eftirmiðdegissólinni.Vísir Það er eins og þeir geri ráð fyrir að ég sé fyrirfram búin að afskrifa þá sem einhverja vitleysinga, að þeir séu vanir því að talað sé niður til þeirra. Og það er langt í frá; margir þeirra hafa augljóslega kynnt sér stefnu Harris og Trump og hreinlega treysta Trump betur, ekki síst í efnahagsmálum. Innflytjendamálin koma líka oft upp en þar byggja menn meira á tilfinningu og hjá mörgum virðist grunnt á fordómum; jú jú, löglegir innflytjendur eru allt í lagi en þessir ólöglegu, þeir eru allir glæpamenn.
Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður Vísis er stödd í Bandaríkjnum og mun flytja fréttir þaðan fram yfir forsetakosningar sem fara fram þriðjudaginn 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03