Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2024 07:31 Steinunn Anna Svansdóttir og Ingimar Jónsson áttu bæði mjög flotta helgi og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Instagram Steinunn Anna Svansdóttir og Ingimar Jónsson tryggðu sér um helgina Íslandsmeistaratitlana í CrossFit. Ingimar var að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum því hann vann hann einnig titilinn 2020 og 2022. Steinunn Anna varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þvílík helgi,“ skrifaði Steinunn Anna á samfélagsmiðla sína. „Náði öllum þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir þessa helgi og árangurinn skilaði sér í þetta sinn. Stolt af sjálfri mér, vinnunni sem liggur að baki, og að vera partur af þessu geggjaða samfélagi,“ skrifaði Steinunn. Steinunn fékk alls 650 stig eða tíu stigum meira en Elín Birna Hallgrímsdóttir sem varð önnur. Þriðja var síðan Birta Líf Þórarinsdóttir með 625 stig. Steinunn vann tvær greinar og varð í öðru sæti í þremur greinum til viðbótar. Hún náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Elín Birna endaði frábærlega með því að vinna tvær síðustu greinarnar og þrjár af síðustu fjórum. Áttunda sætið í fimmtu greininni reyndist henni dýrkeypt. Birta Líf og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir náðu einnig að vinna grein en Guðbjörg Ósk endaði í fimmta sætinu á eftir Hjördísi Ósk Óskarsdóttur sem varð fjóra. Ingimar fékk 660 stig eða fimmtán stigum meira en Rökkvi Hrafn Guðnason sem varð annar með 645 stig. Í þriðja sætinu varð síðan Bergur Sverrisson með 630 stig. Ingimar vann þrjár greinar og varð í öðru sæti í tveimur greinum til viðbótar. Hann náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Rökkvi Hrafn vann fyrstu og síðustu grein keppninnar en Bergur vann einnig tvær greinar. Verðlaunahafarnir þrír voru því þeir einu sem unnu grein í keppninni. Fjórði í karlakeppninni varð Tryggvi Þór Logason og með jafnmörg stig í fimmta sætinu urðu síðan Böðvar Tandri Reynisson og Viktor Ólafsson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ingimar var að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum því hann vann hann einnig titilinn 2020 og 2022. Steinunn Anna varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þvílík helgi,“ skrifaði Steinunn Anna á samfélagsmiðla sína. „Náði öllum þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir þessa helgi og árangurinn skilaði sér í þetta sinn. Stolt af sjálfri mér, vinnunni sem liggur að baki, og að vera partur af þessu geggjaða samfélagi,“ skrifaði Steinunn. Steinunn fékk alls 650 stig eða tíu stigum meira en Elín Birna Hallgrímsdóttir sem varð önnur. Þriðja var síðan Birta Líf Þórarinsdóttir með 625 stig. Steinunn vann tvær greinar og varð í öðru sæti í þremur greinum til viðbótar. Hún náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Elín Birna endaði frábærlega með því að vinna tvær síðustu greinarnar og þrjár af síðustu fjórum. Áttunda sætið í fimmtu greininni reyndist henni dýrkeypt. Birta Líf og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir náðu einnig að vinna grein en Guðbjörg Ósk endaði í fimmta sætinu á eftir Hjördísi Ósk Óskarsdóttur sem varð fjóra. Ingimar fékk 660 stig eða fimmtán stigum meira en Rökkvi Hrafn Guðnason sem varð annar með 645 stig. Í þriðja sætinu varð síðan Bergur Sverrisson með 630 stig. Ingimar vann þrjár greinar og varð í öðru sæti í tveimur greinum til viðbótar. Hann náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Rökkvi Hrafn vann fyrstu og síðustu grein keppninnar en Bergur vann einnig tvær greinar. Verðlaunahafarnir þrír voru því þeir einu sem unnu grein í keppninni. Fjórði í karlakeppninni varð Tryggvi Þór Logason og með jafnmörg stig í fimmta sætinu urðu síðan Böðvar Tandri Reynisson og Viktor Ólafsson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira