Sigurmark Salah var frábært mark en um leið svipað mark og við höfum séð hann skorað áður. Hann fékk pláss út á hægri kanti til að keyra á vörnina og sendi boltann síðan óverjandi upp í fjærhornið.
Hinn 32 ára gamli Salah er að renna út á samningi næsta sumar er þar í hópi með stórstjörnum eins og Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk.
„Í toppsæti deildarinnar þar sem þetta félag á heima. Ekkert minna en það,“ skrifaði Mohamed Salah. Liverpool náði aftur toppsætinu eftir að Manchester City tapaði sínum leik.
„Öll lið vinna leiki en það er bara einn meistari á endanum. Það er það sem við viljum. Takk fyrir allan stuðninginn í gær,“ skrifaði Salah.
„Sama hvað gerist þá mun ég aldrei gleyma því hvernig sú tilfinningu er að skora á Anfield,“ skrifaði Salah. Það er eiginlega ekki hægt að lesa annað á milli línanna að hann sé á förum.
Salah sagði Sky Sports í upphafi tímabilsins að þetta yrði hans síðasta tímabil með Liverpool. Hann kom til félagsins árið 2017.
Salga hefur nú skorað 164 mörk í 273 leikjum fyrir félagið. Hann varð enskur meistari 2020 og vann Meistaradeildina 2019.
Knattspyrnustjórinn Arne Slot hefur lítið viljað ræða framtíð Salah, Alexander-Arnold og Van Dijk.