Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 09:41 Ásta Kristjánsdóttir, Steinar Ingi Farestveit, Eva Sóldís Bragadóttir, Kristján Eldur Aronsson, Margrét Finnbogadóttir, Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Margrét Mist Tindsdóttir, Mariane Sól Úlfarsdóttir Hame og Lína Viðarsdóttir fögnuðu verðlaunum í Berlín. Aðsend „Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot. „Hönnun og notendaupplifun spilaði lykilhlutverk og því er það svo sannarlega mikið fagnaðarefni. Það var einstök upplifun að taka á móti þessum virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaunum hér í Berlín,“ bætir Ásta við. Hópurinn var í skýjunum með þetta allt saman.Aðsend Í fréttatilkynningu segir: „Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun í flokknum Merkja- og samskiptahönnun eða Brands & Communication Design. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu á sviði hönnunar en alls bárust dómnefndinni umsóknir frá 57 löndum. Fulltrúar Regn og Kolibri voru viðstödd þegar verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín. Regn er forrit sem býður notendum að kaupa og selja notuð föt úr sófanum heima og fór í loftið í ágúst á síðasta ári. Nafnið Regn er tilvísun í náttúruna og hringrásina; vatn gufar upp, verður að skýi sem svo rignir niður. Forritið byggir á sömu hringrásarhugmynd þar sem elskaðar flíkur mynda hringrásina.“ Hátíðin var haldin í þessum glæsilega sal.Aðsend Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Regn (@regn_app) Tíska og hönnun Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Hönnun og notendaupplifun spilaði lykilhlutverk og því er það svo sannarlega mikið fagnaðarefni. Það var einstök upplifun að taka á móti þessum virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaunum hér í Berlín,“ bætir Ásta við. Hópurinn var í skýjunum með þetta allt saman.Aðsend Í fréttatilkynningu segir: „Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun í flokknum Merkja- og samskiptahönnun eða Brands & Communication Design. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu á sviði hönnunar en alls bárust dómnefndinni umsóknir frá 57 löndum. Fulltrúar Regn og Kolibri voru viðstödd þegar verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín. Regn er forrit sem býður notendum að kaupa og selja notuð föt úr sófanum heima og fór í loftið í ágúst á síðasta ári. Nafnið Regn er tilvísun í náttúruna og hringrásina; vatn gufar upp, verður að skýi sem svo rignir niður. Forritið byggir á sömu hringrásarhugmynd þar sem elskaðar flíkur mynda hringrásina.“ Hátíðin var haldin í þessum glæsilega sal.Aðsend Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Regn (@regn_app)
Tíska og hönnun Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira