Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Arngrímur Anton Ólafsson vann annað keppniskvöld úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Arngrímur Anton Ólafsson úr Pílufélagi Reykjanesbæjar stóð uppi sem sigurvegari á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Glæsileg tilþrif sáust á Bullseye á laugardagskvöldið. Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Sjá meira
Sextán keppendur taka þátt í úrvalsdeildinni í ár. Hver þeirra keppir á tveimur keppniskvöldum og freistar þess að safna sér nógu mörgum stigum til að komast í gegnum fyrsta niðurskurðinn. Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit úrvalsdeildarinnar sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Úrslitin verða svo á Bullseye 7. desember. Í 1. umferð annars keppniskvöldsins vann Alexander Veigar Þorvaldsson Guðjón Hauksson, 4-0, í baráttu tveggja Grindvíkinga. Árni Ágúst Daníelsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sigraði svo Grindvíkinginn Hörð Þór Guðjónsson, 4-2. Árni hitti fyrsta 180 kvöldsins og kláraði leikinn með leggjum í sextán, fjórtán og nítján pílum. Í þriðja leiknum bar Arngrímur sigurorð af Haraldi Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs. Haraldur setti 180 í fyrsta legg en Arngrímur reyndist of sterkur og vann örugglega, 4-1. Í fjórða og síðasta leik fjórðungsúrslitana mætti sigurvegari úrvalsdeildarinnar í fyrra, Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, og Gunnari Hafsteini Ólafssyni frá Pílufélagi Akraness. Hallgrímur kláraði leikinn, 4-2, þrátt fyrir góð tilþrif nýliðans Gunnars. Klippa: Bestu tilþrifin frá öðru keppniskvöldi Í fyrri undanúrslitaleiknum vann Alexander Árna Ágúst, 4-1, í leik sem innihélt eitt 180 og glæsilegt 130 útskot Í seinni undanúrslitaleiknum var Arngrímur síðan of sterkur fyrir Halla Egils og sigraði meistarann, 4-2. Tveir fjórtán pílna leggir og einn fimmtán pílna leggur sáust í leiknum. Í úrslitaleiknum mættust því Alexander og Arngrímur. Sá síðarnefndi byrjaði fyrsta kast leiksins á 180 og kom sér í 1-0 með 23 pílna legg. Alexander svaraði fyrir sig og byrjaði annan legg á 180 og jafnaði metin með sautján pílna legg. Arngrímur var stöðugari eftir það og tók næstu þrjá leggi og vann því leikinn og kvöldið og tryggði sér því fimm stig í baráttunni um að komast í gegnum fyrsta niðurskurð. Mörg lagleg tilþrif sáust á öðru keppniskvöldinu en brot af því besta má finna í myndbandinu hér fyrir ofan. Þriðja umferð úrvalsdeildarinnar fer fram laugardagskvöldið 9. nóvember á Bullseye Reykjavík. Bein útsending hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Sjá meira