Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 4. nóvember 2024 17:15 Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Fjölmenning Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun