„Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 23:17 Ruben Amorim sló á létta strengi á blaðamannafundi fyrir leikinn við Manchester City. Getty/Zed Jameson Ruben Amorim tekur við Manchester United eftir sex daga og hann gerir sér fulla grein fyrir því að væntingar stuðingsmanna gætu orðið mjög miklar takist honum fyrst að fagna sigri gegn Manchester City. Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Amorim á eftir tvo leiki sem stjóri Sporting Lissabon og sá fyrri er annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Ljóst er að það myndi gleðja stuðningsmenn United að sjá nýja stjórann hafa betur gegn erkifjendum þeirra í City-liðinu, og væntingarnar gætu aukist gagnvart þessum 39 ára Portúgala sem er sjötti knattspyrnustjóri United frá því að hinn sigursæli Sir Alex Ferguson hætti árið 2013. „Ég hugsa ekkert út í það [að væntingar United-stuðningsmanna gætu aukist með sigri gegn City]. Ég einbeiti mér bara að því að vinna leikinn með Sporting. Ef úrslitin yrðu neikvæð þá myndu væntingarnar til mín minnka, en ef við vinnum á morgun myndu þeir halda að ég væri nýr Ferguson. Það yrði mjög erfitt að standa undir því,“ grínaðist Amorim á blaðamannafundi. Það má þó segja að á vissan hátt standi hann í svipuðum sporum og Ferguson gerði árið 1986, þegar hann tók við United, sé horft til stöðu United í deildinni og þess að hvor um sig hafði aðeins þjálfað í heimalandi sínu. In 1986 Man United had just 12 points after 10 league games and decided to hire Alex Ferguson who had only managed in Scotland.In 2024 Man United have just 12 points after 10 league games and have hired Reuben Amorim who has only managed in Portugal. pic.twitter.com/w98V3hCueD— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 4, 2024 Besta og versta vika ævinnar United rak Erik ten Hag fyrir viku síðan og á meðan að Amorim lýkur sínum skyldum hjá Sporting þá stýrir Ruud van Nistelrooy United-liðinu. Það mætir næst PAOK frá Grikklandi í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og svo Leicester um helgina, áður en Amorim tekur við um leið og landsleikjahlé hefst. Hann stýrir Sporting gegn Braga um helgina en fyrsti leikur hans með United verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember. Amorim segir síðustu viku hafa verið mjög erfiða. „Þetta var versta og besta vika ævi minnar. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt þetta öðruvísi. Þetta er mjög erfitt því ég er að yfirgefa mjög góðan stað en ég er líka að fara til eins besta félags í heimi. Þetta er alveg búið að vera erfitt en svoleiðis er það bara,“ sagði Amorim í viðtali við TNT Sport.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira