Snorri missir ekki svefn, ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 6. nóvember 2024 14:31 Snorri Steinn Guðjónsson segir hvern einasta landsliðsglugga mikilvægan, sér í lagi þegar stutt er í stórmót. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll. Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Þrjár breytingar þurfti að gera á leikmannahópi Íslands skömmu fyrir verkefnið þar sem þeir Aron Pálmarsson, Elliði Snær Viðarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson neyddust til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Snorri Steinn segir viðbúið að meiðsli geri vart við sig vegna álags. Klippa: Snorri missir ekki svefn „Þetta eru strákar sem eru allir að spila í erfiðum deildum og í Evrópukeppnum. Meiðsli eru bara hluti af þessu. Maður er ekkert mikið að velta þessu fyrir sér, við erum með fínt lið í höndunum og þetta truflar okkur ekkert það mikið að það raski svefni mínum. Ekki ennþá,“ segir Snorri Steinn. Hópurinn sé ekki slakur þrátt fyrir örlítil skakkaföll hér og þar. „Hópurinn er ekkert veikur en það veikir alltaf þegar menn detta út og breytir einhverjum plönum. Maður er fljótur að hrista það af sér og farinn að hugsa um það sem þú ert með í höndunum. Ég er bara brattur fyrir þessum leikjum,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn fagnar því þá að fá tíma með drengjunum og leikirnir fram undan við Bosníu í kvöld og Georgíu ytra á sunnudag leggjast vel í hann. „Þetta er tvíþætt, við erum að koma okkur inn á næsta stórmót, og svo erum við að hefja undirbúning fyrir HM í janúar. Við þurfum að nýta allan þann tíma sem við fáum gríðarlega vel,“ segir Snorri Steinn en Grikkland er þriðja liðið í riðli Íslands. Riðlakeppnin hefst í kvöld og klárast í maí. „Það er smá hausverkur að rýna í Bosníu, þeir eru með smá breytt lið og nýjan þjálfara frá því í EM í janúar, og einhver ný nöfn sem við þekkjum ekki eins vel og annað. En á meðan við erum einbeittir, gerum okkar hluti vel og af krafti, líður mér vel með þennan leik,“ segir Snorri Steinn. Glugginn sé þá mikilvægur þar sem stutt er í HM í janúar. „Þú þarft að nýta þetta vel, gera hlutina vel. Það er alltaf betra að fara úr glugga með góða tilfinningu heldur en hitt. Það er stutt í janúar. Við vorum auðvitað ekki á Ólympíuleikunum í sumar og misstum þar af stórum glugga til að drilla okkur og verða betri. Það þýðir heldur ekkert að leggjast á koddann út af því. Þetta er bara staðan, við gerum gott úr hlutunum,“ segir Snorri Steinn. Ísland og Bosnía mætast klukkan 19:30 í Laugardalshöll í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira