Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2024 19:31 Mikill munur er á mætingu í skimun eftir ríkisfangi. Vísir/Getty Fleiri konur mættu í bæði legháls- og krabbameinsskimun í fyrra en árið áður. Hlutfall þeirra kvenna sem mætir í skimun árlega nær þó enn ekki viðmiðunarmörkum sem eru 75 prósent. Greint er frá þessu í nýju gæðauppgjöri embættis landlæknis vegna skimunar. Þátttökuhlutfall í skimun fyrir brjóstakrabbameini var 56 prósent árið 2023 og hækkaði um fjögur prósentustig frá fyrra ári. Í tilkynningu segir að um árabil hafi hlutfallið verið undir viðmiðunarmörkunum. Þáttökuhlutfallið var hæst 62 prósent árið 2020 en lægst 52 prósent árið 2022. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þátttaka kvenna í yngstu aldurshópum hafi verið dræm undanfarin ár en jókst um fimm prósentustig á milli ára. Þátttakan er nú 51 prósent meðal kvenna á aldrinum 40 til 44 ára og 55 prósent meðal kvenna á aldrinum 45-49 ára. Mikill munur eftir ríkisfangi Þá kemur fram að munur á þátttöku kvenna eftir ríkisfangi hafi aukist enn frekar á milli ára. Um 61 prósent kvenna með íslenskt ríkisfang mætti í skimun samanborið við 18 prósent kvenna með erlent ríkisfang. Þá kemur einnig fram að allmikill munur hafi verið á þátttöku í brjóstaskimun eftir landshlutum. Mest þátttaka var á Austurlandi (68%), á Norðurlandi (63%) og á Vestfjörðum (63%) en lökust á Suðurnesjum (42%). Í skýrslunni segir að skýringin á því geti verið hærra hlutfall af erlendum uppruna og að þekkt sé að sá hópur sæki síður heilbrigðisþjónustu. „Brýnt er að leita leiða til að bregðast við. Kostnaður er þekkt hindrun í þátttöku í skimun en nýverið tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að gjald vegna brjóstaskimunar myndi lækka úr rúmlega 6 þúsund krónum í 500 krónur. Áhugavert verður að fylgjast með hvort þessi breyting auki þátttöku í brjóstaskimunum. Þá þarf að skoða sérstaklega hvernig betur er hægt að ná til kvenna af erlendum uppruna,“ segir Alma Möller landlæknir í inngangi skýrslunnar. Mæting lökust hjá yngstu og elstu Hvað varðar skimun fyrir krabbamein i í leghálsi sýni niðurstöður fyrir árið 2023 að um 62 prósent kvenna mættu í skimun fyrir leghálskrabbameini sem er hækkun um eitt prósentustig frá fyrra ári. Í skýrslunni segir að fjöldi leghálssýna hafi verið sambærilegur á milli ára. Mæting hafi verið lökust hjá yngsta aldurshópnum og þeim elsta. Þátttaka var mest á höfuðborgarsvæðinu (64%) og Norðurlandi (64%) en dræmust á Suðurnesjum (53%), Vestfjörðum (54%) og Austurlandi (54%). Í skýrslunni segir að ekki liggi fyrir augljós skýring á mun á milli heilbrigðisumdæma. Þá megi, eins og í skimunum fyrir brjóstakrabbameini, sjá mikinn mun eftir ríkisfangi. Árið 2022 mættu um 72 prósent kvenna með íslenskt ríkisfang í skimun samanborið við 27 prósent kvenna með erlent ríkisfang. Svar eftir níu daga Í skýrslunni segir að konur hafi að jafnaði fengið svar um niðurstöðu úr skimun að jafnaði níu dögum eftir skimun sem sé talsvert styttri svartími en árið á undan. Af öllum sýnum sem fóru í HPV mælingu voru um 13,5 prósent með HPV jákvæða niðurstöðu og af þeim sýnum sem fóru í frumurannsókn sýndu 30,1 prósent þeirra forstigsbreytingar. Alls hafi því um 18 prósent allra sýna verið með óeðlilega niðurstöðu. Þá kemur fram að sýni með hágráðu frumubreytingar voru um 4,3 prósent allra sýna en 22 prósent voru með lággráðu breytingar. Keiluskurðum fjölgaði í 479 árið 2023 en þeir höfðu verið um 400 talsins undanfarin ár samkvæmt skýrslunni. Hægt er að fara í brjóstaskimun á Landspítala.Landspítali Þriðja uppgjörið frá því að skimanir voru fluttar Í skýrslunum er birt gæðauppgjör út frá þeim gæðavísum sem valdir voru af embætti landlæknis eftir að núverandi fyrirkomulagi krabbameinsskimana var komið á. Þetta er í þriðja sinn sem gæðauppgjörið er birt. Í skýrslunum er meðal annars gerð grein fyrir tölum um boð og mætingu í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini á landsvísu árið 2023. Einnig er fjallað er um svartíma, niðurstöður rannsókna og nýgengi og dánartíðni vegna þessara krabbameina. Krabbamein Heilsugæsla Landspítalinn Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir „Ég myndi gera allt fyrir hana“ Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra. 27. ágúst 2024 11:02 „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Formaður Brakkasamtakanna, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, telur ótækt að Sjúkratryggingar Íslands semji ekki við fyrirtækið Intuens ehf. um segulómtækismyndatöku. Fyrirtækið sé það eina á landinu sem eigi brjóstaspólur fyrir myndatöku, utan Landspítalans. Konur sem séu með BRCA genið fái aðeins þjónustu á Landspítalanum og að hún sé of óáreiðanleg. 23. júní 2024 13:16 Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022 Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun. 14. febrúar 2024 07:36 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Þátttökuhlutfall í skimun fyrir brjóstakrabbameini var 56 prósent árið 2023 og hækkaði um fjögur prósentustig frá fyrra ári. Í tilkynningu segir að um árabil hafi hlutfallið verið undir viðmiðunarmörkunum. Þáttökuhlutfallið var hæst 62 prósent árið 2020 en lægst 52 prósent árið 2022. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þátttaka kvenna í yngstu aldurshópum hafi verið dræm undanfarin ár en jókst um fimm prósentustig á milli ára. Þátttakan er nú 51 prósent meðal kvenna á aldrinum 40 til 44 ára og 55 prósent meðal kvenna á aldrinum 45-49 ára. Mikill munur eftir ríkisfangi Þá kemur fram að munur á þátttöku kvenna eftir ríkisfangi hafi aukist enn frekar á milli ára. Um 61 prósent kvenna með íslenskt ríkisfang mætti í skimun samanborið við 18 prósent kvenna með erlent ríkisfang. Þá kemur einnig fram að allmikill munur hafi verið á þátttöku í brjóstaskimun eftir landshlutum. Mest þátttaka var á Austurlandi (68%), á Norðurlandi (63%) og á Vestfjörðum (63%) en lökust á Suðurnesjum (42%). Í skýrslunni segir að skýringin á því geti verið hærra hlutfall af erlendum uppruna og að þekkt sé að sá hópur sæki síður heilbrigðisþjónustu. „Brýnt er að leita leiða til að bregðast við. Kostnaður er þekkt hindrun í þátttöku í skimun en nýverið tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að gjald vegna brjóstaskimunar myndi lækka úr rúmlega 6 þúsund krónum í 500 krónur. Áhugavert verður að fylgjast með hvort þessi breyting auki þátttöku í brjóstaskimunum. Þá þarf að skoða sérstaklega hvernig betur er hægt að ná til kvenna af erlendum uppruna,“ segir Alma Möller landlæknir í inngangi skýrslunnar. Mæting lökust hjá yngstu og elstu Hvað varðar skimun fyrir krabbamein i í leghálsi sýni niðurstöður fyrir árið 2023 að um 62 prósent kvenna mættu í skimun fyrir leghálskrabbameini sem er hækkun um eitt prósentustig frá fyrra ári. Í skýrslunni segir að fjöldi leghálssýna hafi verið sambærilegur á milli ára. Mæting hafi verið lökust hjá yngsta aldurshópnum og þeim elsta. Þátttaka var mest á höfuðborgarsvæðinu (64%) og Norðurlandi (64%) en dræmust á Suðurnesjum (53%), Vestfjörðum (54%) og Austurlandi (54%). Í skýrslunni segir að ekki liggi fyrir augljós skýring á mun á milli heilbrigðisumdæma. Þá megi, eins og í skimunum fyrir brjóstakrabbameini, sjá mikinn mun eftir ríkisfangi. Árið 2022 mættu um 72 prósent kvenna með íslenskt ríkisfang í skimun samanborið við 27 prósent kvenna með erlent ríkisfang. Svar eftir níu daga Í skýrslunni segir að konur hafi að jafnaði fengið svar um niðurstöðu úr skimun að jafnaði níu dögum eftir skimun sem sé talsvert styttri svartími en árið á undan. Af öllum sýnum sem fóru í HPV mælingu voru um 13,5 prósent með HPV jákvæða niðurstöðu og af þeim sýnum sem fóru í frumurannsókn sýndu 30,1 prósent þeirra forstigsbreytingar. Alls hafi því um 18 prósent allra sýna verið með óeðlilega niðurstöðu. Þá kemur fram að sýni með hágráðu frumubreytingar voru um 4,3 prósent allra sýna en 22 prósent voru með lággráðu breytingar. Keiluskurðum fjölgaði í 479 árið 2023 en þeir höfðu verið um 400 talsins undanfarin ár samkvæmt skýrslunni. Hægt er að fara í brjóstaskimun á Landspítala.Landspítali Þriðja uppgjörið frá því að skimanir voru fluttar Í skýrslunum er birt gæðauppgjör út frá þeim gæðavísum sem valdir voru af embætti landlæknis eftir að núverandi fyrirkomulagi krabbameinsskimana var komið á. Þetta er í þriðja sinn sem gæðauppgjörið er birt. Í skýrslunum er meðal annars gerð grein fyrir tölum um boð og mætingu í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini á landsvísu árið 2023. Einnig er fjallað er um svartíma, niðurstöður rannsókna og nýgengi og dánartíðni vegna þessara krabbameina.
Krabbamein Heilsugæsla Landspítalinn Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir „Ég myndi gera allt fyrir hana“ Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra. 27. ágúst 2024 11:02 „Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Formaður Brakkasamtakanna, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, telur ótækt að Sjúkratryggingar Íslands semji ekki við fyrirtækið Intuens ehf. um segulómtækismyndatöku. Fyrirtækið sé það eina á landinu sem eigi brjóstaspólur fyrir myndatöku, utan Landspítalans. Konur sem séu með BRCA genið fái aðeins þjónustu á Landspítalanum og að hún sé of óáreiðanleg. 23. júní 2024 13:16 Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022 Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun. 14. febrúar 2024 07:36 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
„Ég myndi gera allt fyrir hana“ Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra. 27. ágúst 2024 11:02
„Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“ Formaður Brakkasamtakanna, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, telur ótækt að Sjúkratryggingar Íslands semji ekki við fyrirtækið Intuens ehf. um segulómtækismyndatöku. Fyrirtækið sé það eina á landinu sem eigi brjóstaspólur fyrir myndatöku, utan Landspítalans. Konur sem séu með BRCA genið fái aðeins þjónustu á Landspítalanum og að hún sé of óáreiðanleg. 23. júní 2024 13:16
Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022 Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun. 14. febrúar 2024 07:36