Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2024 23:19 Eldhúsvaskurinn losnaði frá en var settur á borð sem gert var úr gamalli hurð. Vísir/Rúnar Kærunefnd húsamála hafnaði í dag kröfu konu um að leigusali skyldi endurgreiða henni leigu sem nemur 800 þúsund krónum sem hún greiddi fyrir leigu frá 1. desember í fyrra þar til 1. mars á þessu ári. Nefndin samþykkti á sama tíma kröfu leigusalans um að konan greiði honum mánaðarleigu sem hún skuldi auk 65 þúsund króna sem vantaði upp á einn mánuðinn. Konan greiddi 200 þúsund krónur í leigu fyrir íbúð í Hafnarfirði síðasta vetur og fram á vor. Konan vakti athygli á ástandi íbúðarinnar í viðtali við Stöð 2 fyrr á árinu. Þar sagðist hún óttast um líf sitt. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ sagði Sigurbjörg Hlöðversdóttir í viðtali við Stöð 2. Árni Stefán Árnason lögfræðingur og leigusalinn sem um er rætt svaraði konunni í viðtali daginn eftir og sagði margt vanta í frásögn hennar. Hann viðurkenndi að húsnæðið væri ekki hæft til langtímaleigu. Sjá einnig: „Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að leigusalinn hafi krafist þess að konunni yrði gert að greiða hálfa milljón í leigu, auk vaxta, fyrir tímabilið frá miðjum febrúar og til lok aprílmánaðar á þessu ári. Þá krafðist hans þess einnig að konunni verði gert að rýma húsnæðið og afhenda honum það í því ástandi sem það eigi að vera eftir endurbætur hans. Í máli konunnar kom fram að hún teldi húsnæðið óíbúðarhæft og að leigusalinn hafi vanefnd skyldur sínar til að koma húsnæðinu í lag. Þá hafi þrisvar verið brotist inn í húsið og rafmagn tekið af húsinu. Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið lýst því yfir að húsnæðið væri óíbúðarhæft og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ekki leyft búsetu vegna brunahættu út frá ófrágengnu rafmagni. Gerði ekki athugasemdir þegar hún flutti inn Leigusalinn bendir á að niðurstöður heilbrigðiseftirlitsins hafi legið fyrir fjórum mánuðum eftir að konan flutti inn og segir að álykta megi að konan hafi sjálf gert húsnæðið óíbúðarhæft með sóðaskap og skemmdarverkum. Konan hafi ekki gert neinar athugasemdir um ástand húsnæðisins þegar hún tók við því. Þá kemur fram í úrskurði nefndarinnar að aðdragandi þess að konan leigði húsið hafi verið sá að leigusalinn hafi auglýst það til leigu fyrir Grindvíkinga eftir að kom til rýmingar í bæjarfélaginu þann 10. nóvember í fyrra. Það hafi verið auglýst til tímabundinnar notkunar. Þegar þau gerði leigusamning hafi verið gerður munnlegur samningur um endurbætur en þó án nokkurra tímamarka. Eldhús og baðherbergi hafi verið gert klárt nánast sama dag og konan flutti inn. Konunni hafi þetta verið allt ljóst. Svona leit baðherbergið út.Vísir/Rúnar Í úrskurði er einnig fjallað um það að konan hafi lagt til að samningurinn yrði endurnýjaður þegar honum lauk og þá til lengri tíma. Leigusalinn segir konuna hafa gengið hart á eftir þessu sem konan hafnar. Leigusalinn segir yfirlýsingu Slökkviliðs uppspuna og að hann hafi aldrei tekið rafmagnið af húsinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að í ljósi þess að konan gerði leigusamning við manninn vitandi um ástand hússins og vegna þess að hún hafi sóst eftir því að framlengja leigusamning hafni nefndin kröfu hennar. Hvað varðar kröfu leigusalans um að konan rými húsið segir að ekki komi til þess að afgreiða kröfuna því konan sé farin. Ekki var búið að ljúka við frágang á gólfinu.Vísir/Rúnar Hvað varðar leiguna sem hún greiddi ekki segir óumdeilt að hún greiddi aðeins helming leigunnar, eða hundrað þúsund krónur. Þau hafi gert með sér samning um að hún myndi annast viðhald en yrði að framvísa reikningum. Hún hafi aðeins framvísað reikningum upp á 35 þúsund krónur og því samþykkir nefndin að hún eigi að greiða leigusalanum það sem eftir er af leigunni, 65 þúsund krónur. Ekki er fallist á kröfu leigusalans um að konan greiði leigu fyrir marsmánuð en samþykkt krafa um að hún greiði leigu fyrir aprílmánuð. Hún hafi haldið áfram að búa í húsnæðinu þrátt fyrir að leigusalinn hafi verið tilbúinn til að losa hana undan samningi. Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Tengdar fréttir Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda. 10. september 2024 13:30 Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35 Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Konan greiddi 200 þúsund krónur í leigu fyrir íbúð í Hafnarfirði síðasta vetur og fram á vor. Konan vakti athygli á ástandi íbúðarinnar í viðtali við Stöð 2 fyrr á árinu. Þar sagðist hún óttast um líf sitt. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ sagði Sigurbjörg Hlöðversdóttir í viðtali við Stöð 2. Árni Stefán Árnason lögfræðingur og leigusalinn sem um er rætt svaraði konunni í viðtali daginn eftir og sagði margt vanta í frásögn hennar. Hann viðurkenndi að húsnæðið væri ekki hæft til langtímaleigu. Sjá einnig: „Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að leigusalinn hafi krafist þess að konunni yrði gert að greiða hálfa milljón í leigu, auk vaxta, fyrir tímabilið frá miðjum febrúar og til lok aprílmánaðar á þessu ári. Þá krafðist hans þess einnig að konunni verði gert að rýma húsnæðið og afhenda honum það í því ástandi sem það eigi að vera eftir endurbætur hans. Í máli konunnar kom fram að hún teldi húsnæðið óíbúðarhæft og að leigusalinn hafi vanefnd skyldur sínar til að koma húsnæðinu í lag. Þá hafi þrisvar verið brotist inn í húsið og rafmagn tekið af húsinu. Þá hafi Heilbrigðiseftirlitið lýst því yfir að húsnæðið væri óíbúðarhæft og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ekki leyft búsetu vegna brunahættu út frá ófrágengnu rafmagni. Gerði ekki athugasemdir þegar hún flutti inn Leigusalinn bendir á að niðurstöður heilbrigðiseftirlitsins hafi legið fyrir fjórum mánuðum eftir að konan flutti inn og segir að álykta megi að konan hafi sjálf gert húsnæðið óíbúðarhæft með sóðaskap og skemmdarverkum. Konan hafi ekki gert neinar athugasemdir um ástand húsnæðisins þegar hún tók við því. Þá kemur fram í úrskurði nefndarinnar að aðdragandi þess að konan leigði húsið hafi verið sá að leigusalinn hafi auglýst það til leigu fyrir Grindvíkinga eftir að kom til rýmingar í bæjarfélaginu þann 10. nóvember í fyrra. Það hafi verið auglýst til tímabundinnar notkunar. Þegar þau gerði leigusamning hafi verið gerður munnlegur samningur um endurbætur en þó án nokkurra tímamarka. Eldhús og baðherbergi hafi verið gert klárt nánast sama dag og konan flutti inn. Konunni hafi þetta verið allt ljóst. Svona leit baðherbergið út.Vísir/Rúnar Í úrskurði er einnig fjallað um það að konan hafi lagt til að samningurinn yrði endurnýjaður þegar honum lauk og þá til lengri tíma. Leigusalinn segir konuna hafa gengið hart á eftir þessu sem konan hafnar. Leigusalinn segir yfirlýsingu Slökkviliðs uppspuna og að hann hafi aldrei tekið rafmagnið af húsinu. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að í ljósi þess að konan gerði leigusamning við manninn vitandi um ástand hússins og vegna þess að hún hafi sóst eftir því að framlengja leigusamning hafni nefndin kröfu hennar. Hvað varðar kröfu leigusalans um að konan rými húsið segir að ekki komi til þess að afgreiða kröfuna því konan sé farin. Ekki var búið að ljúka við frágang á gólfinu.Vísir/Rúnar Hvað varðar leiguna sem hún greiddi ekki segir óumdeilt að hún greiddi aðeins helming leigunnar, eða hundrað þúsund krónur. Þau hafi gert með sér samning um að hún myndi annast viðhald en yrði að framvísa reikningum. Hún hafi aðeins framvísað reikningum upp á 35 þúsund krónur og því samþykkir nefndin að hún eigi að greiða leigusalanum það sem eftir er af leigunni, 65 þúsund krónur. Ekki er fallist á kröfu leigusalans um að konan greiði leigu fyrir marsmánuð en samþykkt krafa um að hún greiði leigu fyrir aprílmánuð. Hún hafi haldið áfram að búa í húsnæðinu þrátt fyrir að leigusalinn hafi verið tilbúinn til að losa hana undan samningi.
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Tengdar fréttir Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda. 10. september 2024 13:30 Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35 Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda. 10. september 2024 13:30
Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35
Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51