Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn hlaut 8,4 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en mælist með 19,4 prósent í nýrri könnun Maskínu vísir/vIlhelm Viðreisn er á mikilli siglingu samkvæmt nýrri könnun Maskínu og ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Samfylkingarinnar. Prófessor í stjórnmálafræði segir hættu á að metfjöldi atkvæða falli niður dauður. Könnun Maskínu var gerð frá 1. til 6. nóvember og samkvæmt henni er fylgið á töluverðri hreyfingu nú þegar rúmar þrjár vikur eru til kosninga. Samfylkingin tapar einu og hálfu prósentustigi á milli kannana. Fer úr 22,4 prósentum og í 20,9 prósent. Miðflokkurinn tapar svipuðu og fer úr sextán prósentum í 14,9 prósent. Þá dalar Sjálfstæðisflokkurinn lítillega og fylgið mælist raunar sögulega lítið. Flokkurinn var í fjórtán prósentum en er nú með 13,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Viðreisn er hins vegar á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fer úr 16,4 prósentum í 19,4 prósent. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur flug Viðreisnar stærstu tíðindin í þróun kosningabaráttunnar. „Þetta er náttúrulega alveg risa stökk sem flokkurinn hefur núna verið að taka yfir nokkrar kannanir. Hún er nú kominn nokkurn veginn jafnfætis Samfylkingu sem hefur verið að trappast niður,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.Vísir/Vilhelm Samkvæmt könnuninni eru Samfylkingin og Viðreisn samanlagt með 31 þingmann og því ansi nálægt því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Eiríkur telur það hins vegar ólíklega sviðsmynd. Þriggja flokka stjórn með til dæmis Framsókn væri líklegri. Framsókn er eini stjórnarflokkurinn sem bætir aðeins við sig. Fer úr 6,9 prósentum í 7,5 prósent. „Framsóknarflokkurinn réttir örlítið úr kútnum eftir útspil formannsins til varnar innflytjendum og aðkomufólki í landinu. Framsóknarflokkurinn er alltaf vænlegur samstarfsflokkur í öllum ríkisstjórnum og hefur verið það í gegnum söguna. Þetta eru aðeins önnur möguleg stjórnarmynstur sem birtast í þessari könnun miðað við það sem við höfum verið að sjá að undanförnu.“ Metfjöldi dauðra atkvæða? Fokkur fólksins mælist á svipuðu róli og áður með 8,9 prósent í könnun Maskínu en þrír flokkar mælast við eða fyrir neðan þröskuld og eiga þar með á hættu að ná ekki inn á þing. Píratar rétta örlítið úr kútnum og mælast með 4,9 prósent. Fylgi VG dalar hins vegar enn og er í 3,2 prósentum. Þá mælast Sósíalistar með 4,5 prósent. „Það gæti verið þannig að metfjöldi atkvæða falli niður dauður í þessum kosningum ef enginn þessara þriggja flokka nær inn á þing. Ég hefði nú fyrirfram gert ráð fyrir því að einhver þessara flokka myndi ná yfir þröskuld en þetta er farið að mælast sem ansi viðvarandi staða. Þannig að það er kannski ekki útilokað að þeir falli hreinlega bara allir út af þingi.“ Þetta hljóti að vera áhyggjuefni þegar nær dregur kosningum, fari fólk að kjósa taktískt, líkt og mikið var rætt um í forsetakosningunum í vor. Vinstri Græn eru í snúinni stöðu að mati Eiríks. Þegar flokkurinn mælist langt undir þröskuldi gæti orðið sífellt erfiðara að sannfæra kjósendur um að lá þeim atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm „Hin taktíska atkvæðagreiðsla gengur einfaldlega út á það fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ. Þannig að fólk er tregt til að veita stjórnmálaflokki stuðning sem miklar líkur eru á að nái ekki inn, því þá nýtist atkvæðið ekki. Flokkurinn verður að virðast hafa ágætis von um að geta náð þingsæti til að fólk sé yfir höfuð tilbúið að styðja hann,“ segir Eiríkur. „Þegar flokkar falla svona langt fyrir neðan þröskuld, eins og til dæmis í tilfelli Vinstri Grænna núna, verður sí erfiðara að sannfæra kjósendur um að ljá þeim atkvæði sitt.“ Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,7 prósent samkvæmt könnun Maskínu og Ábyrgð framtíð sem býður einungis fram í Reykjavík norður mælist með 0,8 prósent. Könnunin fór fram dagana 1. til 6. nóvember og voru 1.407 svarendur sem tóku afstöðu til flokks. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð frá 1. til 6. nóvember og samkvæmt henni er fylgið á töluverðri hreyfingu nú þegar rúmar þrjár vikur eru til kosninga. Samfylkingin tapar einu og hálfu prósentustigi á milli kannana. Fer úr 22,4 prósentum og í 20,9 prósent. Miðflokkurinn tapar svipuðu og fer úr sextán prósentum í 14,9 prósent. Þá dalar Sjálfstæðisflokkurinn lítillega og fylgið mælist raunar sögulega lítið. Flokkurinn var í fjórtán prósentum en er nú með 13,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Viðreisn er hins vegar á mikilli siglingu og bætir við sig þremur prósentustigum á milli kannana. Fer úr 16,4 prósentum í 19,4 prósent. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur flug Viðreisnar stærstu tíðindin í þróun kosningabaráttunnar. „Þetta er náttúrulega alveg risa stökk sem flokkurinn hefur núna verið að taka yfir nokkrar kannanir. Hún er nú kominn nokkurn veginn jafnfætis Samfylkingu sem hefur verið að trappast niður,“ segir Eiríkur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.Vísir/Vilhelm Samkvæmt könnuninni eru Samfylkingin og Viðreisn samanlagt með 31 þingmann og því ansi nálægt því að geta myndað tveggja flokka stjórn. Eiríkur telur það hins vegar ólíklega sviðsmynd. Þriggja flokka stjórn með til dæmis Framsókn væri líklegri. Framsókn er eini stjórnarflokkurinn sem bætir aðeins við sig. Fer úr 6,9 prósentum í 7,5 prósent. „Framsóknarflokkurinn réttir örlítið úr kútnum eftir útspil formannsins til varnar innflytjendum og aðkomufólki í landinu. Framsóknarflokkurinn er alltaf vænlegur samstarfsflokkur í öllum ríkisstjórnum og hefur verið það í gegnum söguna. Þetta eru aðeins önnur möguleg stjórnarmynstur sem birtast í þessari könnun miðað við það sem við höfum verið að sjá að undanförnu.“ Metfjöldi dauðra atkvæða? Fokkur fólksins mælist á svipuðu róli og áður með 8,9 prósent í könnun Maskínu en þrír flokkar mælast við eða fyrir neðan þröskuld og eiga þar með á hættu að ná ekki inn á þing. Píratar rétta örlítið úr kútnum og mælast með 4,9 prósent. Fylgi VG dalar hins vegar enn og er í 3,2 prósentum. Þá mælast Sósíalistar með 4,5 prósent. „Það gæti verið þannig að metfjöldi atkvæða falli niður dauður í þessum kosningum ef enginn þessara þriggja flokka nær inn á þing. Ég hefði nú fyrirfram gert ráð fyrir því að einhver þessara flokka myndi ná yfir þröskuld en þetta er farið að mælast sem ansi viðvarandi staða. Þannig að það er kannski ekki útilokað að þeir falli hreinlega bara allir út af þingi.“ Þetta hljóti að vera áhyggjuefni þegar nær dregur kosningum, fari fólk að kjósa taktískt, líkt og mikið var rætt um í forsetakosningunum í vor. Vinstri Græn eru í snúinni stöðu að mati Eiríks. Þegar flokkurinn mælist langt undir þröskuldi gæti orðið sífellt erfiðara að sannfæra kjósendur um að lá þeim atkvæði sitt.Vísir/Vilhelm „Hin taktíska atkvæðagreiðsla gengur einfaldlega út á það fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ. Þannig að fólk er tregt til að veita stjórnmálaflokki stuðning sem miklar líkur eru á að nái ekki inn, því þá nýtist atkvæðið ekki. Flokkurinn verður að virðast hafa ágætis von um að geta náð þingsæti til að fólk sé yfir höfuð tilbúið að styðja hann,“ segir Eiríkur. „Þegar flokkar falla svona langt fyrir neðan þröskuld, eins og til dæmis í tilfelli Vinstri Grænna núna, verður sí erfiðara að sannfæra kjósendur um að ljá þeim atkvæði sitt.“ Lýðræðisflokkurinn mælist með 1,7 prósent samkvæmt könnun Maskínu og Ábyrgð framtíð sem býður einungis fram í Reykjavík norður mælist með 0,8 prósent. Könnunin fór fram dagana 1. til 6. nóvember og voru 1.407 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira