Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skagafjörður Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun