Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2024 18:15 Kylian Mbappé hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid og var ekki valinn í franska landsliðið þrátt fyrir að vilja taka þátt í verkefninu. Ian MacNicol/Getty Images Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, tilkynnti hópinn sem mun koma saman fyrir leiki gegn Ísrael og Ítalíu síðar í mánuðinum. Kylian Mbappé var ekki kallaður til, þrátt fyrir að vera heill heilsu. Mbappé tók ekki heldur þátt í síðasta landsliðsverkefni, leikjum gegn Ísrael og Belgíu í október, en hann sagðist þá vera að jafna sig af meiðslum og hafi ekki viljað taka neinar áhættur. Meðan landsliðsglugganum stóð fór hann í skemmtiferð til Svíþjóðar, hann var síðan kærður fyrir nauðgun. Deschamps segir þetta ákvörðun sem hann tók sjálfur, Mbappé hafi viljað vera með í verkefninu og þá hafi kæran sem hann stendur frammi fyrir ekki haft nein áhrif. Verklagsreglur franska knattspyrnusambandsins eru frábrugðnar hinu íslenska, þar sem leikmenn með kæru yfir höfði sér mega ekki þátt í verkefnum landsliðsins. „Ég hef rætt við hann, þetta er ákvörðun sem ég tók bara fyrir þessa tvo leiki. Ég tel þetta fyrir bestu og ætla ekki að ræða málið frekar en ég get sagt ykkur tvennt: Kylian vildi koma og þetta tengist ekkert hans málum utan vallar, þar sem hann er saklaus uns sekt er sönnuð. Þetta er mín ákvörðun, ég ber ábyrgð á henni,“ sagði Deschamps í viðtali við RMC Sport. Mbappé hefur átt erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Real Madrid, en hann gekk til liðs við spænska félagið frá PSG í heimalandinu í sumar. Hann hefur skorað átta mörk í fimmtán leikjum, en aðeins eitt mark í síðustu átta leikjum. Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira
Mbappé tók ekki heldur þátt í síðasta landsliðsverkefni, leikjum gegn Ísrael og Belgíu í október, en hann sagðist þá vera að jafna sig af meiðslum og hafi ekki viljað taka neinar áhættur. Meðan landsliðsglugganum stóð fór hann í skemmtiferð til Svíþjóðar, hann var síðan kærður fyrir nauðgun. Deschamps segir þetta ákvörðun sem hann tók sjálfur, Mbappé hafi viljað vera með í verkefninu og þá hafi kæran sem hann stendur frammi fyrir ekki haft nein áhrif. Verklagsreglur franska knattspyrnusambandsins eru frábrugðnar hinu íslenska, þar sem leikmenn með kæru yfir höfði sér mega ekki þátt í verkefnum landsliðsins. „Ég hef rætt við hann, þetta er ákvörðun sem ég tók bara fyrir þessa tvo leiki. Ég tel þetta fyrir bestu og ætla ekki að ræða málið frekar en ég get sagt ykkur tvennt: Kylian vildi koma og þetta tengist ekkert hans málum utan vallar, þar sem hann er saklaus uns sekt er sönnuð. Þetta er mín ákvörðun, ég ber ábyrgð á henni,“ sagði Deschamps í viðtali við RMC Sport. Mbappé hefur átt erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Real Madrid, en hann gekk til liðs við spænska félagið frá PSG í heimalandinu í sumar. Hann hefur skorað átta mörk í fimmtán leikjum, en aðeins eitt mark í síðustu átta leikjum.
Þjóðadeild karla í fótbolta UEFA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira