Lætur reyna á minningargreinamálið Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 09:03 Reynir ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni, lögmanni hans, sem mun óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í máli sem varðar sæmdarrétt höfunda og útgefenda minningargreina. Sólartúni ehf, útgáfufélagi Mannlífs hefur verið gert að greiða alls 350 þúsund krónur vegna brots á sæmdarrétti, með því að birta brot úr minningargrein í Morgunblaðinu án þess að geta höfundar. Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Reynir Traustason og útgáfufélagið Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs, eigi að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins, og þrjú hundruð þúsund krónur til bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um. Grein þessi var að hluta til tekin úr Morgunblaðinu. Í færslu á Facebook segir Reynir að þar sem málskostnaður hafi verið felldur niður milli aðila málsins beri Morgunblaðið kostnað upp á sjö til átta milljónir króna, fyrir að halda úti tveimur lögmönnum í málaferlum í héraði og fyrir Landsrétti. „Mannlíf þarf að bera sinn kostnað við að verjast auðkonunni Guðbjörgu Matthíasdóttur og félögum hennar. Það er ekki fjarri sanni að þarna sé fólk í krafti auðvalds að klekkja á aðilum sem ekki hafa úr að spila jafnmiklum fjármunum. Í sumum réttarríkjum eru lög til að verjast tilhæfulausum málsóknum.“ Hafi spilað fram bróður hins látna Reynir segir að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hafi ekki látið sér nægja að reisa eitt mál á hendur eiganda Mannlífs heldur hafi félagið einnig spilað fram höfundi minningargreinar sem var vitnað til. Þannig hafi verið höfðuð tvö mál. „Þeir greiddu lögmannskostnað þess einstaklings sem fékk dæmdar 300 þúsund krónur í bætur fyrir að vitnað var til minningarorða hans án þess að nafngreina höfundinn öðruvísi en sem bróður hins látna.“ Atli Viðar Þorsteinsson plötusnúður er sá sem um ræðir. Hann hefur þegar vísað þessum ummælum Reynis til föðurhúsanna í þræði á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann fagnar fullnaðarsigri í málinu. Og svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að segja að mér "hafi verið spilað fram", þegar hann veit sem er að það var ég sem vakti athygli á þessu, penslaði fjölmiðla og markaðs-facebookgrúppur með því hversu viðbjóðslega hann og hans miðill voru að hegða sér. pic.twitter.com/WIRVeaHQrj— Atli Viðar (@atli_vidar) November 8, 2024 Þrengi stöðu fjölmiðla Reynir segir að minningargreinamálið sé þannig vaxið að standi dómur í málinu gjörbreyti það stöðu fjölmiðla og þrengi að þeim varðandi tilvitnanir. Það sé eindregin skoðun hans að felldur hafi verið dómur án þess að ígrunda afleiðingarnar og að með ólíkindum væri að láta þann dóm standa. „Hagsmunir Sólartúns í málinu er ekki nema umræddar 350 þúsund krónur að því undanskildu að Mogganum tekst að koma því höggi á félagið að það þurfi að leggja út yfir þrjár milljónir króna til að berjast fyrir ritfrelsi og frelsi til tjáningar. Ég mun í sparnaðarskyni segja upp áskrift að Mogganum og spara þannig um 9 þúsund krónur á mánuði eða um 100 þúsund á ári.“ Málið feli í sér grundvallaratriði sem óhaggað myndi kalla vandræði yfir fjölmiðla og fólk. Þess vegna muni lögmaður hans, Gunnar Ingi Jóhannsson, sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Höfundar- og hugverkaréttur Tengdar fréttir Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Greiða Mogganum og Atla fyrir endurbirtingar á minningargreinum Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 22. febrúar 2023 09:30