Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar 8. nóvember 2024 12:02 Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun