Þetta segir í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá tilkynningu um önnur slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þau hafi þó reynst minniháttar.
Af öðrum verkefnum lögreglumanna á lögreglustöðinni á Hverfisgötu ber hæst tilkynning vegna skemmdarverka á bifreið í miðborginni, þar sem skorið hafði verið á dekk, og handtaka manns sem grunaður var um sölu og dreifingu fíkniefna í miðborginni.
Þá segir að tilkynnt hafi verið um eld í vörubifreið í Grafarvogi. Slökkvilið hafi mætt á vettvang og slökkt eldinn.