Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 10. nóvember 2024 08:30 Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég ætla að rekja hér aðeins merkingu orðsins inngilding því ég held að margt fólk hafi misskilið það, og nú er það allt í einu á milli tannanna á fólki í aðdraganda kosninga. Inngilding er nýlegt orð í almennu máli en það hefur þó verið í notkun í nokkur ár. Orðið kom fyrst fram í félagsvísindum en hefur nú náð hljómgrunni víðar og þess vegna eru fleiri að reka sig á það en áður. Þetta er ekki séríslenskt hugtak eða einhver hugmyndafræði, heldur er þetta einfaldlega þýðing á enska orðinu inclusion. Ástæðan fyrir því að okkar ástkæra ylhýra þurfti þetta tiltekna nýyrði er að í fjölmörgum fræðigreinum var farið að fjalla um mikilvægi inclusion og það þótti ekki tækt að íslenskan hefði ekki sitt eigið orð. (Áður var þetta oft umorðað í „jöfn tækifæri“ eða „án aðgreiningar“). En hvað er inngilding? Margt fólk virðist setja einhvers konar samasem merki á milli inngildingar og umræðu um innflytjendur á Íslandi. Inngilding er samt alls ekki eitthvað sem á bara við um fólk af erlendum uppruna. Inngilding nær yfir allar þær athafnir, gjörðir eða orð sem við gerum eða segjum til þess að fólki í kringum okkur líði ekki útundan. Að huga að inngildingu er að velta fyrir sér þeim þáttum sem geta verið útilokandi og reyna að bæta úr þeim. Inngilding getur t.d. verið að vita að einn úr vinahópnum, sem heyrir illa, hefur ekki gaman af því að fara út að borða á hávaðasömum veitingastöðum – og taka það til greina. Vinahópurinn er að vera inngildandi ákveði þau, með tilliti til þess aðila, að fara frekar á rólegan veitingastað svo að allur hópurinn geti notið þess að vera saman. Þau kalla þetta kannski ekki inngildingu og þau gera þetta kannski bara ómeðvitað, en þetta er eitt form af inngildingu. Inngilding getur líka verið að átta sig á því að notendur hjólastóla komast ekki leiðar sinnar á tilteknu svæði og bæta markvisst úr aðgengi þeirra. Reyndar væri besta formið af inngildingu í þessu tilfelli að hanna öll rými með það í huga að notendur hjólastóla komist þar um. Það að konur séu komnar út á vinnumarkaðinn í meira mæli en um miðja síðustu öld er einfaldlega vegna inngildingar. Við kölluðum það ekki inngildingu af því að hugtakið var ekki komið, en það var samt ákveðið form af inngildingu. Inngilding er semsagt bara hugtak sem nær yfir ýmislegt sem fólk gerir til að veita öðrum tækifæri til að efla sig og taka þátt til jafns við aðra. Inngilding, gagnvart innflytjendum, getur verið að sjá hvenær og í hvaða aðstæðum þeim líður útundan og reyna að bjóða þeim með í það sem verið er að gera. Það getur t.d. verið form af inngildingu að bjóða öllu fólki góðan daginn, sama hvort það líti út fyrir að tala íslensku eða ekki. Segjum svo að afgreiðslumanneskja bjóði öllum góðan daginn með bros á vör – en einungis þeim sem hún telur að skilji íslensku, út frá útliti. Hinir einstaklingarnir sem fá ekki sama viðmót munu líklega taka eftir því og upplifa sig á einhvern hátt útundan. Þarna væri þá inngildandi bjóða öllu fólki góðan dag, geri maður það á annað borð. Auðvitað fer það svo eftir aðstæðum hvers einstaklings sem ekki er boðið góðan dag hversu útilokandi upplifunin er – en ef fólk upplifir ítrekaða útilokun þá getur form af hversdagslegri kurteisi sem allir í kringum mann fá, nema maður sjálfur, verið stingandi áminning útilokunar. Af hverju ekki aðlögun? Ástæðan fyrir því að ekki lengur er talað um aðlögun í þeim fræðum sem hafa verið að stúdera hvernig hægt sé að bæta samfélagið, er að aðlögun er yfirleitt einhliða og hefur á endanum ekki tilætluð áhrif. Til að einfalda málið væri hægt að segja að það að krefja fólk um aðlögun væri líkt og að segja einstaklingi, með aðgengisþarfir sem samfélagið tekur ekki sjálfkrafa tillit til, að hann verði bara að sætta sig við að komast ekki leiðar sinnar og samfélagið sé nú bara svona. Ef öll viðleitni til að bæta aðstæður þess aðila er slegin út af borðinu, þá er samfélagið ekki inngildandi. Í tilfelli innflytjenda felur aðlögun oft í sér tilætlun um að afneita sínum menningarlega bakgrunni, eða þurfa að fela hann, til að vera samþykkt. Inngilding snýr frekar að því að fólk megi taka þátt í samfélaginu okkar sem einstaklingarnir sem þau eru. Hér óttast fólk oft að hér sé verið að segja að íslensk menning eða samfélag eigi að lúta í lægra haldi. En það er alls ekki það sem átt er við. Inngilding snýst mun frekar að því að bjóða fólk velkomið inn í menninguna og leyfa því að taka þátt í henni með okkur. Þannig lifir menningin áfram frekar en að verða einhvers konar aðgreiningartól. Reynslan hefur sýnt sig, að fái fólk tækifæri til að vera virkir þátttakendur, lifa í öryggi og eiga gott tengslanet, þá líður því betur – og samfélagið nýtur góðs af því. Þetta á hér ekki bara við um innflytjendur, því eins og ég kom að áðan þá hefur inngilding margar birtingarmyndir og snýst um að skoða ólíkar þarfir, ólíkra einstaklinga, til að öll geti upplifað jöfn tækifæri. Það er samfélaginu í hag að meðlimum þess líði vel. Höfundur er inngildingarfulltrúi Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun