Ótryggðir bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2024 14:04 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands var í heilmiklu stuði á fundinum með sunnlenskum bændum í Félagslundi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tryggingarvernd bænda er ofarlega í huga hjá stjórn Bændasamtaka Íslands, ekki síst vegna veðuráhlaupsins, sem varð í vor, sem hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og birgðir matvæla í landinu. Meira og minna allt tjón, sem bændur urðu fyrir var ótryggt. Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Stjórn Bændasamtaka Íslands og hluti starfsmanna samtakanna er á hringferð um landið þar sem haldnir hafa verið opnir fundir með bændum til að fara yfir stöðuna og framtíðina. Fundirnir hafa verið einstaklega vel sóttir en yfirskrift þeirra er, „Á grænu ljósi landbúnaðarins“. Á fyrsta fundinum, sem haldin var í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi var Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna tíðrætt um tryggingar og tryggingarvernd bænda. „Við þekkjum öll þetta veðuráhlaup, sem varð í vor og það sem voru kannski mestu vonbrigðin í því veðuráhlaup að svo kom aldrei almennilegt sumar þegar óveðrinu lauk og í sjálfum sér var hvergi almennilegt sumar á Íslandi nú 2024. Þetta hefur alveg haft sín áhrif, bæði á náttúrulega fjárhagslega áhættu og framleiðslu þeirra. Þetta hefur áhrif á birgðir matvæla í landinu.“ Og Trausti hélt áfram. „Þarna erum við náttúrulega í þeirri stöðu að meira og minna allt þetta tjón, sem bændur eru að verða fyrir er ótryggt. Það er ekki vegna þess að bændur vilja ekki tryggja það, það er vegna þess að það er ótryggjanlegt af því að kerfið í kringum það er ekki til,“ sagði Trausti. Mjög margir bændur mættu á fundinn í Félagslundi og var góð stemning á fundinum og fjölmargir bændur fóru í pontu og tóku til máls.Magnús Hlynur Hreiðarsson Trausti sagði að þarna þyrfti virkilega að taka til hendinni og finna leiðir og gera betur og þar lagði hann áherslu á að tryggingarvernd bænda ætti að vera partur af samtali vegna gerð nýs búvörusamnings. „Og það finnst mér mjög mikilvægt að þessi hugsun sé komin inn til okkar viðsemjenda og svo er það okkar að undirbúa okkur vel og vera tilbúnir með leiðirnar að því hvernig er skynsamlegast að koma á tryggingarvernd fyrir landbúnaðinn,“ sagði Trausti á fundinum í Félagslundi. Yfirskrift fundarherferðarinnar er „Á grænu ljósi landbúnaðarins“.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira