Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 12:04 Í Staðarskála er hægt að kaupa alls kyns mat. Þar er hins vegar ekki leyfilegt að koma með sinn eigin mat. Vísir/Vilhelm Rekstrarstjóri bensínstöðvarinnar í Staðarskála segir farir starfsfólks síns ekki sléttar eftir samskipti við stóran hóp erlendra ferðamanna í gær. Hópurinn hafi gengið fram með svo miklum dónaskap að það hálfa væri meira en nóg. „Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“ Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
„Það kom Indverjahópur hér á föstudaginn, og spyr hvort hann megi ekki borða nestið sitt inni. Við sögðum þeim að þeir gætu bara setið úti, ég meina, þú tekur ekki þinn eigin bjór inn á veitingastað,“ segir Ólafur Ragnar Eyvindsson, rekstrarstjóri N1-stöðvarinnar í Staðarskála. Hópurinn, sem Ólafur segir að hafi talið um 80 manns, hafi látið sér það að góðu verða að sitja úti og borða matinn sinn. Í gær hafi annað verið uppi á teningnum. Eldað úti. Matur sem síðar átti eftir að rata inn. „Aðstoðarstöðvarstjórinn sem þau ræddu við á föstudaginn var ekki á svæðinu í gær. Þá byrja þau bara með leiðindi og yfirgang. Vildu ekki ræða við vaktstjóra, vildu bara tala við manninn sem þau ræddu við á föstudaginn, lugu því að hann hefði leyft þeim að sitja inni. Hún sagði bara: „Nei, það tekur enginn mat hér inn á veitingastaðinn.“ Sem er bara ósköp eðlilegt.“ Tóku yfir matsalinn Við það hafi virst sem fararstjóri hópsins hafi látið til leiðast. Hópar Indverja hafi áður fengið leyfi til að elda sér mat fyrir utan stöðina, sem hafi orðið lendingin í gær. „En svo opnar hann bara neyðarútganginn og hleypir öllu fólkinu inn.“ Ólafur Ragnar segir viðskiptavini stöðvarinnar hafa verið gapandi yfir framferði fararstjórans og ferðamannanna. Ólafur segir um 80 manns hafa verið í hópnum, sem hafi fyllt matsalinn eftir að hafa laumast inn um neyðarútgang. „Þau yfirtóku bara matsalinn, án þess að hafa keypt eitt né neitt. Þau fara bara út, elda, koma með matinn inn á pappadiskum og neita svo að fara út.“ Vaðið yfir rúmlega tvítugan vaktstjórann Aðstoðarstöðvarstjórinn sem rætt hafi við hópinn á föstudag hafi þurft að gera sér ferð á stöðina, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. „Það var ekkert hlustað á vaktstjórann, sem er yfirmaður hússins. Fararstjórinn reynir að ljúga því að henni að maðurinn hefði leyft þeim að borða inni á föstudaginn. Hún sagðist bara hafa verið á svæðinu á föstudag og séð það það væri ekki rétt. Svo tóku þeir bara allt ruslið, settu í poka og skildu eftir fyrir framan húsið,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við að umræddur vaktstjóri sé 22 ára. Hann hafi í kjölfarið sett sig í samband við fyrirtækið sem hélt utan um ferðina, en fengið fá svör önnur en þau að best væri fyrir hann að senda tölvubréf. „Ég geri það á eftir, í samráði við N1. Þetta er svakalegur yfirgangur í þeim.“
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veitingastaðir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira