„Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2024 12:20 Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, sem hringdu í þá feðga Jón og Gunnar, segjast enga aðkomu hafa haft að gerð leynilegra upptaka. Vísir Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni. Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sjá meira
Jón bar ásakanir sínar á borð á Facebook og í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. „Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka sem erlendur aðili hefur gert af samtölum sínum við son Jóns, sem er jafnframt viðskiptafélagi Jóns og fyrrverandi formaður Félags hrefnuveiðimanna.“ Hafi sinnt hefðbundnu hlutverki sínu Í yfirlýsingu Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, segir að upptökur af samtölum sonar Jóns og tálbeitunnar hafi farið í dreifingu. Heimildin hafi um helgina haft samband við þá aðila sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn sé að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt, en það sé hefðbundið hlutverk fréttamiðla, ólíkt því að birta einhliða ásakanir eða ávirðingar, eins og þær sem Jón Gunnarsson hafi fært fram gegn Heimildinni og nafngreindum blaðamönnum. „Heimildin kom að engu leyti að gerð upptakanna. Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar, enda liggur fyrir að Jón hefur engar upplýsingar um aðkomu Heimildarinnar að málinu aðrar en spurningar blaðamanna um yfirlýsingar á upptökunni. Þvert á móti var tilurð fyrirspurnarinnar útskýrð í samtölum við son hans og viðskiptafélaga síðastliðinn föstudag.“ Engin tengsl við stjórnmálaflokka Loks segir að Jón hafi gefi í skyn að fyrirspurnir Heimildarinnar um yfirlýsingar sonar hans og viðskiptafélaga tengdust stjórnmálaflokknum Samfylkingunni. Jón benti í færslu sinni á Facebook á að tveir frambjóðenda Samfylkingarinnar hafi verið blaðamenn á Heimildinni eða forverum hennar, Stundinni og Kjarnanum. Það eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Þórður Snær Júlíusson. Í yfirlýsingunni segir að Heimildin sé óháð hagsmuna- og stjórnmálaöflum. Hún sé í dreifðu eignarhaldi, meðal annars starfsmanna, og rekin með sjálfbærum hætti í krafti ákvarðana einstaklinga um að gerast áskrifendur. Nánar verði fjallað um atburðarásina í Heimildinni.
Fjölmiðlar Alþingi Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sjá meira