Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2024 22:36 Simon og Garfunkel hafa lengi eldað grátt silfur en virðast loksins vera að ná saman aftur. Getty Paul Simon og Art Garfunkel sem saman mynda þjóðlagadúettinn ódauðlega Simon og Garfunkel hafa náð sáttum. Frá þessu greinir Garfunkel í viðtali við the Times. „Ég og Paul fengum okkur hádegismat saman fyrir nokkrum vikum. Það var í fyrsta skipti sem við hittumst í mörg ár. Ég leit á Paul og spurði hann „Hvað gerðist? Af hverju erum við hættir að hittast?“ Paul minntist á gamalt viðtal þar sem ég hafði látið einhver orð falla. Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann. Þegar ég lít aftur, hugsa ég með mér að líklega hafi mig langað til að hrista upp í „góðu gæja“-ímynd Simon og Garfunkel. Vitiði hvað? Það var asnalegt af minni hálfu,” segir Art Garfunkel. Hann segir sig og Paul Simon hyggjast hittast aftur á næstunni. „Mun Paul mæta með gítarinn? Hver veit? Af minni hálfu snerist þetta um að ná sáttum áður en það er um seinan. Það var eins og við værum komnir aftur á dásamlegan stað. Þegar ég hugsa um það núna, með tár á hvarmi, þá finn ég enn fyrir faðmlagi hans.“ Tvímenningarnir eru báðir 83 ára gamlir en samband þeirra hefur nánast alltaf verið stormasamt. Simon og Garfunkel kynntust á grunnskólaaldri. Á sjötta áratugnum byrjuðu þeir að flytja tónlist saman undir nafninu Tommi og Jenni án þess þó að vekja mikla athygli. Á sjöunda áratugnum þegar þjóðlagatónlist var í þann mund að verða gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum byrjuðu þeir aftur að semja saman. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í október árið 1964, Wednesday Morning, 3 A.M. en hún seldist illa. Það var ekki fyrr en um sumarið ári seinna þegar síngúllinn Sound of Silence sló í gegn. Síðan liðu fimm ár þar sem Simon og Garfunkel nutu gríðarlegra vinsælda. Þeirra síðasta stúdíóplata Bridge Over Troubled Water kom út árið 1970. Paul Simon var farinn að pæla í sólóferli sínum og Art Garfunkel var að reyna fyrir sér sem leikari á hvíta tjaldinu. „Hvernig gastu misst þetta úr greipum þér, fífl?“ The Guardian fór yfir erfiðleika þeirra í tilefni af þessum sögulegu sáttum. Í sjálfsævisögu sinni sagði Garfunkel að vinátta þeirra hefði eyðilagst vegna sólóferils Simons, og að hann myndi aldrei geta fyrirgefið honum. Þá setti Paul út á leikaraferil Garfunkels í sinni sjálfsævisögu. Árið 1981 komu Simon og Garfunkel aftur saman og héldu risastóra tónleika í Central Park-garðinum í New York. Þeir fóru jafnframt á tónleikaferðalag árið eftir, en hættu svo aftur. Aftur sameinuðust þeir árið 1993, en náðu ekki alveg saman. „Ég sé eftir því hvernig farið hefur fyrir vinskap okkar. Ég vona að einn daginn muni okkur takast að ná sáttum,“ sagði Paul Simon árið 2001 þegar hann var vígður inn í frægðarhöll rokksins. Enn og aftur reyndu þeir að ná saman árið 2003 með tónleikaferðalagi. Samband þeirra komst þó ekki í fyrra horf. „Hvernig gastu yfirgefið þetta þegar við vorum í hæstu hæðum Paul? Hvað er að þér, heimskingi? Hvernig gastu misst þetta úr greipum þér, fífl?“ sagði Garfunkel árið 2015. Ári síðar sagði Paul Simon að þeir næðu augljóslega ekki saman og því væri ólíklegt að þeir myndu nokkurn tímann spila aftur saman. Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Frá þessu greinir Garfunkel í viðtali við the Times. „Ég og Paul fengum okkur hádegismat saman fyrir nokkrum vikum. Það var í fyrsta skipti sem við hittumst í mörg ár. Ég leit á Paul og spurði hann „Hvað gerðist? Af hverju erum við hættir að hittast?“ Paul minntist á gamalt viðtal þar sem ég hafði látið einhver orð falla. Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann. Þegar ég lít aftur, hugsa ég með mér að líklega hafi mig langað til að hrista upp í „góðu gæja“-ímynd Simon og Garfunkel. Vitiði hvað? Það var asnalegt af minni hálfu,” segir Art Garfunkel. Hann segir sig og Paul Simon hyggjast hittast aftur á næstunni. „Mun Paul mæta með gítarinn? Hver veit? Af minni hálfu snerist þetta um að ná sáttum áður en það er um seinan. Það var eins og við værum komnir aftur á dásamlegan stað. Þegar ég hugsa um það núna, með tár á hvarmi, þá finn ég enn fyrir faðmlagi hans.“ Tvímenningarnir eru báðir 83 ára gamlir en samband þeirra hefur nánast alltaf verið stormasamt. Simon og Garfunkel kynntust á grunnskólaaldri. Á sjötta áratugnum byrjuðu þeir að flytja tónlist saman undir nafninu Tommi og Jenni án þess þó að vekja mikla athygli. Á sjöunda áratugnum þegar þjóðlagatónlist var í þann mund að verða gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum byrjuðu þeir aftur að semja saman. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu í október árið 1964, Wednesday Morning, 3 A.M. en hún seldist illa. Það var ekki fyrr en um sumarið ári seinna þegar síngúllinn Sound of Silence sló í gegn. Síðan liðu fimm ár þar sem Simon og Garfunkel nutu gríðarlegra vinsælda. Þeirra síðasta stúdíóplata Bridge Over Troubled Water kom út árið 1970. Paul Simon var farinn að pæla í sólóferli sínum og Art Garfunkel var að reyna fyrir sér sem leikari á hvíta tjaldinu. „Hvernig gastu misst þetta úr greipum þér, fífl?“ The Guardian fór yfir erfiðleika þeirra í tilefni af þessum sögulegu sáttum. Í sjálfsævisögu sinni sagði Garfunkel að vinátta þeirra hefði eyðilagst vegna sólóferils Simons, og að hann myndi aldrei geta fyrirgefið honum. Þá setti Paul út á leikaraferil Garfunkels í sinni sjálfsævisögu. Árið 1981 komu Simon og Garfunkel aftur saman og héldu risastóra tónleika í Central Park-garðinum í New York. Þeir fóru jafnframt á tónleikaferðalag árið eftir, en hættu svo aftur. Aftur sameinuðust þeir árið 1993, en náðu ekki alveg saman. „Ég sé eftir því hvernig farið hefur fyrir vinskap okkar. Ég vona að einn daginn muni okkur takast að ná sáttum,“ sagði Paul Simon árið 2001 þegar hann var vígður inn í frægðarhöll rokksins. Enn og aftur reyndu þeir að ná saman árið 2003 með tónleikaferðalagi. Samband þeirra komst þó ekki í fyrra horf. „Hvernig gastu yfirgefið þetta þegar við vorum í hæstu hæðum Paul? Hvað er að þér, heimskingi? Hvernig gastu misst þetta úr greipum þér, fífl?“ sagði Garfunkel árið 2015. Ári síðar sagði Paul Simon að þeir næðu augljóslega ekki saman og því væri ólíklegt að þeir myndu nokkurn tímann spila aftur saman.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira