Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:01 Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði. Við búum í fjölbreyttu og fjölþættu samfélagi og ætti fjölþætt námsmat að liggja til grundvallar fyrir nemendur, hvort sem þeir eru í grunn- eða framhaldsmenntun. Ef menntastofnanir eiga í erfiðleikum með að lesa úr úr þeim þáttum þá þarf að vinna með þær áskoranir og horfa fram á við, ekki aftur á bak. Menntun þarf að ná til fjölbreytts hóps og því eru krossapurningar eða stöðluð próf ekki svar fyrir fjölbreyttan nemendahóp. Ísland er undirskriftaraðili að Salamanca yfirlýsingunni en í henni er skýrt tekið fram að allir ættu rétt á sömu menntun, óháð fötlun eða röskunum eins og einhverfu. Í kjölfar yfirlýsingarinnar voru settar reglur um einstaklingsmiðað nám, sem hefur í því miður aldrei verið unnið mikið með á markvissan máta. Það væri nær að vinna betur með þá hugmynd og tryggja menntun fyrir alla, óháð stétt og stöðu, fötlun eða röskunum. Einstaklingum sem eru með íslensku sem annað mál verður einnig að mæta eftir þörfum. Menntunin má ekki bara vera römmuð inn fyrir einhvern meðal Jón, sem allir verða að móta sig eftir, óháð getu. Lesskilningur er gott dæmi um námsefni sem þarf fjölþætta nálgun. Nemendur á einhverfurófi eru með allt annan lesskilning en börn sem eru ekki á rófinu. Stöðluð próf eru vissulega hentug og einföld tæki til að komast að þægilegri niðurstöðu fyrir stóran hluta námshóps en það þurfa að vera til próf sem henta öllum. Ekki er lengur í boði að gefa umsögn og klapp á bakið hjá nemendum sem læra á annan máta en aðrir, ekki er lengur í boði að vera með einsleit próf sem henta fáum, ekki er lengur í boði að ákveða fyrirfram hverjir geta lært og hverjir ekki. Útfrá markmiði jafnréttismenntunar þá eiga allir rétt á að fá tækifæri til þess að þroskast og taka jafnan þátt í menntasamfélaginu. Námsmat þarf því að vera fjölbreytt og uppsett fyrir fjölbreyttan hóp, spurningar verða að ná til breiðari hóps nemenda. Markmiðin þurfa að vera skýr og sveigjanleg. Nemendur eru dásamlega fjölbreyttur hópur og þurfa mismunandi nálganir þegar kemur að því að læra. Lausnin er ekki að setja alla í samskonar samræmda kassa, að jaðarsetja og hreinlega jarðsetja þá sem eru frábrugðnir af einhverju leyti. Þess í stað ættum við að standa við stóru orðin, virða skuldbindingar okkar til framtíðar menntunar á Íslandi og tryggja öllum rétt til náms. Höfundur er kennari og móðir drengs á einhverfurófi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun