Innlent

Loka fyrir vatnið á Flat­eyri eftir skriðu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Flateyri að sumri.
Frá Flateyri að sumri. Vísir

Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar.

Þetta kemur fram á vef Ísafjarðarbæjar. Þar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita.

„Ef lokunin dregst á langinn verður tankbíll með neysluvatni sendur yfir á Flateyri.

SMS hefur verið sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar,“ segir á vef bæjarins. 

Á vef Veðurstofunnar segir að fjöldi skriða hafi fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis hafi vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu í dag, þó í minna mæli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×