Ödegaard strax aftur heim Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 15:17 Martin Ödegaard splæsir í nokkrar fimmur á leiðinni inn á Stamford Bridge fyrir leikinn við Chelsea á sunnudaginn. Getty/Ryan Pierse Fyrirliðinn Martin Ödegaard verður ekki með norska landsliðinu í leikjunum við Slóveníu og Kasakstan, í Þjóðadeildinni í fótbolta á næstu dögum. Ödegaard er nýkominn af stað með Arsenal eftir að hafa meiðst í ökkla í landsleik fyrir tveimur mánuðum. Hann kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik gegn Inter í síðustu viku en náði svo að spila allan leikinn gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Í gær var hann svo kallaður inn í norska landsliðshópinn - eitthvað sem stuðningsmenn Arsenal hafa eflaust sett spurningamerki við. En nú er orðið ljóst að Ödegaard fer strax aftur til Lundúna og vinnur í að jafna sig enn betur af meiðslunum. „Þetta hafa verið flókin ökklameiðsli. Eftir sárafáar æfingar með liðinu síðustu níu vikur þá er eðlilegt að líkaminn sé ekki orðinn hundrað prósent,“ sagði Ola Sand, læknir norska landsliðsins. „Eftir ítarlegar rannsóknir og samtöl erum við sammála um að Martin verði ekki klár í slaginn til að spila leikina við Slóveníu og Kasakstan. Í samráði við hann höfum við komist að þeirri niðurstöðu að það sé betra að hann fari heim til London og haldi áfram endurhæfingunni þar,“ sagði Sand. Landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken segir að heilsa fyrirliðans sé í forgangi. „Við vissum að það væri hætta á því að Martin yrði ekki með. Hann þráir það að geta spilað leikina en við getum ekki tekið áhættu með heilsu hans. En ég er viss um að strákarnir eru tilbúnir að gefa allt sitt í leikina og að menn stígi upp í hans fjarveru,“ sagði Solbakken. Noregur mætir Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn og svo Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Ödegaard er nýkominn af stað með Arsenal eftir að hafa meiðst í ökkla í landsleik fyrir tveimur mánuðum. Hann kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik gegn Inter í síðustu viku en náði svo að spila allan leikinn gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Í gær var hann svo kallaður inn í norska landsliðshópinn - eitthvað sem stuðningsmenn Arsenal hafa eflaust sett spurningamerki við. En nú er orðið ljóst að Ödegaard fer strax aftur til Lundúna og vinnur í að jafna sig enn betur af meiðslunum. „Þetta hafa verið flókin ökklameiðsli. Eftir sárafáar æfingar með liðinu síðustu níu vikur þá er eðlilegt að líkaminn sé ekki orðinn hundrað prósent,“ sagði Ola Sand, læknir norska landsliðsins. „Eftir ítarlegar rannsóknir og samtöl erum við sammála um að Martin verði ekki klár í slaginn til að spila leikina við Slóveníu og Kasakstan. Í samráði við hann höfum við komist að þeirri niðurstöðu að það sé betra að hann fari heim til London og haldi áfram endurhæfingunni þar,“ sagði Sand. Landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken segir að heilsa fyrirliðans sé í forgangi. „Við vissum að það væri hætta á því að Martin yrði ekki með. Hann þráir það að geta spilað leikina en við getum ekki tekið áhættu með heilsu hans. En ég er viss um að strákarnir eru tilbúnir að gefa allt sitt í leikina og að menn stígi upp í hans fjarveru,“ sagði Solbakken. Noregur mætir Slóveníu á útivelli á fimmtudaginn og svo Kasakstan á heimavelli þremur dögum síðar.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira