Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2024 11:17 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Árið 2015 voru samþykkt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Það skuldbatt okkur að uppfylla þau. Markmið 4.6 segir: Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning. Við þurfum að taka í taumanna áður en það verður of seint, þar sem stór hluti ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns eða gamans hérlendis. Staða menntakerfisins Menntakerfið er úrelt og allar niðurstöður sýna það hvort sem við tölum um árangur eða skoðanir borgarsamfélagsins. Við notum rúm 6-7% af landsframleiðslunni okkar í menntakerfið sem virðist ekki skila sér í miklum hag fyrir námsfólkið okkar (Education at a Glance 2023 - starfsnám lykill að aðlögun). Menntakerfið og framtíðarsýn Það eru margvíslegar ástæður fyrir afhverju menntamál hér á landi eru eins og þau eru. Fjármagnsskortur til náms og námsgagna, umhverfis þættir, félagslegs- og efnahagsaðstæður ásamt ótal fleiri ástæðna (Menntaþing, 2024) Markmið okkar er hins vegar að vera framúrskarandi í menntamálum. Þá þurfum við að vita styrkleika og veikleika okkar. Þannig væri hægt að hjálpa þeim sem standa höllum fæti námslega. Til að mynda með innsetningu ákveðinna hæfniviðmiða og sérhæfðs náms, svo þau geta skarað fram úr, ekki bara innan veggja skólans heldur í samfélaginu sjálfu. Til dæmis í PISA könnuninni kemur fram að strákar eiga erfiðara með lesskilning. Þá þurfum við að styrkja það svið meira heldur en til dæmis stærðfræðilæsi þar sem þeir standa betur að vígi (PISA 2022) Ungt fólk og aðgerðir Ungmennaráð, félagasamtök og ungmenni um allt land kalla eftir frekari eftirtekt og róttækari aðgerðum. Við viljum að tekið sé mark á okkur, það sést á líðan ungmenna hve neyðin er mikil fyrir öflugum náms-aðgerðarpakka. Þær aðgerðir sem hafa verið settar fram eru alltof seinlegar. Félagasamtök sem vinna með börnum og ungmennum eru búin að vera vara við áskorunum sem myndu myndast hjá ungmennum í mörg ár. Ítrekun til ykkar sem með völdin fara og með fögrum orðum á mikilvægi menntunar og ungmenni, það hefur einfaldlega ekki endurspeglast í gjörðum ykkar. Svo núna þurfum við að koma einhverju í verk og fylgja því eftir áður en það verður of seint svo að komandi kynslóðir nemenda þurfa að gjalda fyrir okkar mistök. Höfundur er 17 ára nemandi með mikla reynslu í félagsstörfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Árið 2015 voru samþykkt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Það skuldbatt okkur að uppfylla þau. Markmið 4.6 segir: Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning. Við þurfum að taka í taumanna áður en það verður of seint, þar sem stór hluti ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns eða gamans hérlendis. Staða menntakerfisins Menntakerfið er úrelt og allar niðurstöður sýna það hvort sem við tölum um árangur eða skoðanir borgarsamfélagsins. Við notum rúm 6-7% af landsframleiðslunni okkar í menntakerfið sem virðist ekki skila sér í miklum hag fyrir námsfólkið okkar (Education at a Glance 2023 - starfsnám lykill að aðlögun). Menntakerfið og framtíðarsýn Það eru margvíslegar ástæður fyrir afhverju menntamál hér á landi eru eins og þau eru. Fjármagnsskortur til náms og námsgagna, umhverfis þættir, félagslegs- og efnahagsaðstæður ásamt ótal fleiri ástæðna (Menntaþing, 2024) Markmið okkar er hins vegar að vera framúrskarandi í menntamálum. Þá þurfum við að vita styrkleika og veikleika okkar. Þannig væri hægt að hjálpa þeim sem standa höllum fæti námslega. Til að mynda með innsetningu ákveðinna hæfniviðmiða og sérhæfðs náms, svo þau geta skarað fram úr, ekki bara innan veggja skólans heldur í samfélaginu sjálfu. Til dæmis í PISA könnuninni kemur fram að strákar eiga erfiðara með lesskilning. Þá þurfum við að styrkja það svið meira heldur en til dæmis stærðfræðilæsi þar sem þeir standa betur að vígi (PISA 2022) Ungt fólk og aðgerðir Ungmennaráð, félagasamtök og ungmenni um allt land kalla eftir frekari eftirtekt og róttækari aðgerðum. Við viljum að tekið sé mark á okkur, það sést á líðan ungmenna hve neyðin er mikil fyrir öflugum náms-aðgerðarpakka. Þær aðgerðir sem hafa verið settar fram eru alltof seinlegar. Félagasamtök sem vinna með börnum og ungmennum eru búin að vera vara við áskorunum sem myndu myndast hjá ungmennum í mörg ár. Ítrekun til ykkar sem með völdin fara og með fögrum orðum á mikilvægi menntunar og ungmenni, það hefur einfaldlega ekki endurspeglast í gjörðum ykkar. Svo núna þurfum við að koma einhverju í verk og fylgja því eftir áður en það verður of seint svo að komandi kynslóðir nemenda þurfa að gjalda fyrir okkar mistök. Höfundur er 17 ára nemandi með mikla reynslu í félagsstörfum.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar