„Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 22:13 Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur starfar hjá tæknideild lögreglu. Vísir/Vilhelm Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur, segir rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur hafa tekið mikið á. Málið hafi haldið fyrir honum vöku í þrjá mánuði, og hann muni ekkert eftir fjölskylduferð sem hann fór í að rannsókninni lokinni. Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“ Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“
Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira