Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Daníel Tristan er leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Malmö Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur, segir aðeins tímaspursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knattspyrnuvellinum. Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“ Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Sjá meira
Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Sjá meira