Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar 13. nóvember 2024 18:31 Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður í samfélagi hefur mjög neikvæðar afleiðingar sem ná bæði til efnahagslegra og félagslegra þátta. Efnahagslegur ójöfnuður, þar sem stór munur er á tekjum og eignum milli hópa, getur leiðir til minni félagslegs hreyfanleika og takmarkar tækifæri til framfara hjá þeim sem minna mega sín. Þetta skapar hindranir fyrir þá sem búa við fátækt eða jaðarstöðu, þar sem aðgengi að menntun, heilsugæslu og öðrum grunnþörfum takmarkast. Slíkt umhverfi dregur líka úr framtaksvilja og áhuga einstaklinga á að bæta hag sinn og þarmeð samfélagið í heild. Auk þess veldur ójöfnuður alltaf aukinni félagslegri spennu og átökum milli ólíkra hópa í samfélaginu. Þegar mikill munur er á lífsskilyrðum fólks eykst tilfinning fyrir óréttlæti og óánægju, sem leiðir til félagslegrar upplausnar og jafnvel aukins ofbeldis. Þessi spenna eykur ekki aðeins streitu og vanlíðan meðal fólks heldur veikir einnig traust á stjórnvöldum og opinberum stofnunum, þar sem fólk telur að réttlæti og jöfnuður séu ekki tryggð. Ójöfnuður hefur einnig áhrif á heilsu samfélagsins í heild sinni. Rannsóknir hafa sýnt að samfélög með mikinn ójöfnuð glíma við verri heilsufarslegar útkomur, svo sem hærri tíðni líkamlegra og andlegra sjúkdóma. Þar að auki hefur ójöfnuður áhrif á efnahagslega framleiðni. Þegar stórir hópar samfélagsins hafa lítið svigrúm til að bæta lífsskilyrði sín er erfiðara fyrir samfélagið að vaxa og þróast. Samfélag með miklum ójöfnuði stendur frammi fyrir áhættu á stöðnun og getur ekki nýtt hæfileika allra íbúa til fulls, sem dregur úr möguleikum á nýsköpun og þróun. Það er þetta sem við erum að sjá sem afleiðingu nýfrjálshyggjunnar, stefnu sem hægrið heldur á lofti og aðhyllist svipað og trúaðir trúarbrögð. Þessi stefna, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Viðreisn eru áköfustu málsvarar fyrir með Framsóknarflokkinn í eftirdragi, brýtur niður samfélög og veikir alla innviði samfélagsins og safnar þannig skuldum gagnvart komandi kynslóðum. Dæmi um innviða skuldir sem við sjáum nú þegar eru í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, samgöngumálum og síðast en ekki síst í loftlagsmálum þar sem skuldin er líklega stærst. Við verðum að hverfa af þessari braut, þessari óhefluðu kapítalísku braut, og finna nýjar sjálfbærar leiðir inn í framtíðina. Það verður ekki gert með því að kjósa aftur það sama 30. nóvember, fjórflokkurinn er allur sem einn á blindgötu, við þurfum eitthvað nýtt og róttækt sem leiðir okkur fram á við. Það sem við nú þekkjum sem nýfrjálshyggju, óheftaður kapítalismi „laissez-faire” , hafði annað nafn áður og það var gamall frjálshyggjukapítalismi eða „classical liberalism” sem var ríkjandi fyrir fyrri heimsstyrjöld og einkenndist þá sem nú af lágmarksafskiptum ríkisins af atvinnulífi og markaðsmálum. Á kreppuárunum milli stríða var það öllum ljóst að þetta var ógæfuspor og „gamaldags”, hafði hörmulegar afleiðingar í ójöfnuði og misskiptingu. Við erum komin á sama stað nú, við sjáum að Nýfrjálshyggjan „neolibaralism” er nákvæmlega það sama og hefur sömu afleiðingar. Því miður tíndu sósíaldemokratiskir flokkar á Vesturlöndum þessari vitneskju einhvers staðar á leiðinni í nýfrjálshyggjunni og eingöngu sósialistískir flokkar hafa haldið henni á lofti. Í næstu kosningum kemur því aðeins til greina að kjósa Sósíalistaflokkinn ef jöfnuður og réttlæti í samfélaginu er í fyrirrúmi. Höfundur er sósíalisti.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun