Frakkar mæta Ísraelsmönnum á morgun en leikurinn er hluti af Þjóðadeildinni.
Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps þurfti að finna nýjan landsliðsfyrirliða eftir að Kylian Mbappé hætti að gefa kost á sér í franska landsliðið.
Kanté er 33 ára gamall og kom aftur inn í landsliðið í maí síðastliðnum eftir að hafa ekki spilað í franska landsliðsbúningnum í næstum því tvö ár.
Hann var lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka 2018 og silfurliðinu á EM 2016.
Kanté lék einmitt sinn fyrsta landsleik árið 2016 eftir að hafa slegið í gegnum með Englandsmeisturum Leicester City. Hann varð einnig Englandsmeistari með Chelsea tímabilið eftir.
Kanté yfirgaf Chelsea árið 2023 þegar samningur hans rann út og samdi við Al-Ittihad í Sádí-Arabíu þar sem hann hefur spilað síðan.
Kanté hefur spilað alls 63 landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.
Didier Deschamps a confirmé que N'Golo Kanté sera capitaine de l'équipe de France face à Israël ➡️ https://t.co/qIk1YFivbR pic.twitter.com/1Nf5tbbi0J
— L'ÉQUIPE (@lequipe) November 13, 2024