Coote var fyrst settur í bann eftir að myndband fór á flug á netinu þar sem hann talar með afar niðrandi hætti um Liverpool og þáverandi stjóra liðsins, Jürgen Klopp.
Í kvöld birti The Sun síðan myndir af Coote sem virðast sýna hann sjúga hvítt duft upp í nefið með peningaseðli. Coote var þá að vinna sem dómari á Evrópumótinu í sumar.
Breska ríkisútvarpið fékk viðbrögð frá ensku dómarasamtökunum, PGMOL.
„Við vitum af þessum ásökunum og tökum þær mjög alvarlega,“ sagði talsmaður dómarasamtakanna.
„David Coote er áfram í banni og það er full rannsókn í gangi.“
Talsmaðurinn segir að það sé líka verið að hugsa um velferð Coote á þessum tímum og passað upp á það að hann fái nauðsynlegan stuðning.
The Sun segir myndirnar hafi verið sendar til vinar og það hafi hann gert oftar en einu sinni á meðan mótinu stóð.
BBC hefur ekki sannreynt það hvort myndirnar eða myndbandið séu ófalsaðar eða ekki.
The PGMOL have issued an update on David Coote after the referee was suspended on Monday. pic.twitter.com/IUNx9RI5Ln
— BBC Sport (@BBCSport) November 13, 2024