FH náði tveggja stiga forskot á Aftureldingu fyrr í kvöld en Mosfellingar náðu þeim aftur með sex marka sigri á Fjölni, 30-24.
Fjölnismenn stóðu mjög lengi í gestunum en Afturelding átti góðan endasprett og tryggði sér góðan útisigur.
Staðan var 24-23 fyrir Aftureldingu fimm mínútum fyrir leikslok en Mosfellingar unnu lokamínúturnar 6-1.
Birgir Steinn Jónsson fór fyrir liði Aftureldingar með tíu mörkum og fjórum stoðsendingum. Ihor Kopyshynskyi skoraði sex mörk. Haraldur Björn Hjörleifsson var markahæstur hjá Fjölni með sjö mörk.
Stjarnan vann átta marka sigur á ÍR, 39-31, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 18-17. ÍR-ingar gerðu vel framan af leik en áttu fá svör í seinni hálfleiknum.
Starri Friðriksson og Adam Thorstensen vori menn kvöldsins. Starri skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuliðið þar af sex þeirra úr hraðaupphlaupum.
Adam varð sautján skot í marki Stjörnunnar og átti þrjár stoðsendingar fram í hraðaupphlaup.
Hans Jörgen Ólafsson og Tandri Már Konráðsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Stjörnuna.
Baldur Fritz Bjarnason. markahæsti leikmaður deildarinnar, var með tíu mörk og sex stoðsendingar fyrir ÍR í kvöld. Bernard Kristján Darkoh skoraði sjö mörk.