Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:15 Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun