Fótbolti

„Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson brosti sínu breiðasta eftir sigurinn í kvöld. Mikilvægur sigur fyrir íslenska þjálfarann.
Heimir Hallgrímsson brosti sínu breiðasta eftir sigurinn í kvöld. Mikilvægur sigur fyrir íslenska þjálfarann. Getty/Charles McQuillan

Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til sigur á heimavelli í fyrsta sinn í kvöld þegar írska liðið vann 1-0 sigur á Finnum í Þjóðadeildinni en leikurinn fór fram í Dublin.

„Við höfðum svolítið heppnina með okkur í þessum leik. Finnar skutu tvisvar í stöngina og þetta var ekkert allt of fallegt á köflum,“ sagði Heimir við RTE eftir leikinn.

Hann viðurkennir að lukkan hafi verið með hans liði.

„Þessi hópur átti líka skilið smá heppni. Óheppnin hefur elt þessa stráka lengi en þetta var örugglega skemmtilegur 1-0 leikur,“ sagði Heimir.

„Það var fullt af færum, föst leikatriði og kannski of mikið af færum fyrir minn smekk. Það er alltaf gott að vinna,“ sagði Heimir.

Evan Ferguson skoraði sigurmark írska liðsins í kvöld. „Þetta var laglegt mark hjá honum,“ sagði Heimir.

„Mér finnst við valda þeim vandræðum á vængjunum í fyrri hálfleiknum þegar okkur tókst að færa boltann hratt og komum vængmönnum í einn á einn stöðu. Bæði Festy Ebosele og Mikey Johnston voru að standa sig frábærlega,“ sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×