Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 11:02 Ef vel fer á morgun þá mætast Ísland og Wales í úrslitaleik um 2. sæti riðils þeirra í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið sem endar þar fer í umspil um sæti í A-deild. vísir/Anton Nú er komið að síðustu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildar karla í fótbolta. Lokastaðan hefur mikil áhrif á undankeppni HM 2026 í Norður-Ameríku. Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Svartfjallalandi á morgun, og svo Wales í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Tyrkland er efst í riðlinum með 10 stig, Wales er með 8, Ísland 4 og Svartfjallaland 0. Langmestar líkur eru taldar á því að Ísland endi í 3. sæti riðilsins, og fari í umspilsleiki í mars um að halda sér í B-deildinni. Svona metur We Global á Twitter líkurnar á lokastöðu í hverjum riðli í B-deild Þjóðadeildar. Þannig eru 85,6% líkur á að Ísland endi í 3. sæti og fari í fallumspil, en 8,7% líkur á að liðið fari í umspil um sæti í A-deild. Enn eru 5,7% líkur á að Ísland endi neðst í sínum riðli og falli.Twitter/@We_Global Vegna innbyrðis úrslita gegn Tyrkjum á Ísland ekki lengur neina möguleika á að ná efsta sæti. Með því að fá fleiri stig en Wales á morgun (Wales mætir Tyrklandi á útivelli) verður leikur Íslands við Wales úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Ef Ísland tapar á morgun er hins vegar enn hætta á að liðið endi neðst í riðlinum. Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild. Hvar gæti Ísland spilað í mars? Ef að Ísland endar í 2. sæti en ekki því þriðja þarf liðið einnig að fara í umspil í mars, nema bara mikið skemmtilegra umspil við sterka þjóð um að komast upp í A-deild. Eini möguleikinn á að Ísland fari ekki í umspil er ef liðið missir Svartfjallaland upp fyrir sig og fellur beint niður í C-deild. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Ísland fari í umspil í mars. KSÍ er meðvitað um þá stöðu en hefur ekki gefið út hvernig tekist verði á við þetta, því ljóst er að ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli í mars. Ef Ísland endar í 3. sæti gæti mótherji í umspilinu orðið lið á borð við Slóvakíu eða Svíþjóð, Kósovó, Búlgaríu eða Færeyjar, en það á þó eftir að skýrast betur. Lendi Ísland í 2. sæti gæti liðið mætt liði á borð við Pólland, Belgíu, Serbíu eða Ungverjaland, í umspili í mars. Geta ekki komist í HM-umspil gegnum Þjóðadeildina Það hvort Ísland verður upptekið í umspili í mars ræður því hvort Ísland verður í fjögurra eða fimm liða riðli í undankeppni HM á næsta ári. Leikdagar á almanaki UEFA eru ekki nægilega margir til að lið sem fara í umspil Þjóðadeildar séu líka í fimm liða riðli í undankeppninni. Liðin sem leika í fimm liða riðlum í undankeppni HM spila leiki í lok mars og byrjun júní, en liðin í fjögurra liða riðlum (mjög líklega Ísland) byrja undankeppnina ekki fyrr en í september. Þá ætti að vera komið blandað gras og hægt að spila á Laugardalsvelli, en framkvæmdir standa þar yfir. Undankeppninni lýkur svo í nóvember. Sigurlið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, um síðustu sætin á HM. Við það umspil bætast einnig fjögur bestu liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hafa ekki unnið sig inn á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina. Ísland á ekki lengur möguleika á að fara „Þjóðadeildarleiðina“ í umspilið því UEFA er með reglurnar þannig í þessu sambandi að „verðmætara“ er að vinna riðil í til dæmis D-deild en að lenda í 2. sæti riðils í B-deild. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 13. desember. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar og mætir Svartfjallalandi á morgun, og svo Wales í lokaumferðinni á þriðjudaginn. Tyrkland er efst í riðlinum með 10 stig, Wales er með 8, Ísland 4 og Svartfjallaland 0. Langmestar líkur eru taldar á því að Ísland endi í 3. sæti riðilsins, og fari í umspilsleiki í mars um að halda sér í B-deildinni. Svona metur We Global á Twitter líkurnar á lokastöðu í hverjum riðli í B-deild Þjóðadeildar. Þannig eru 85,6% líkur á að Ísland endi í 3. sæti og fari í fallumspil, en 8,7% líkur á að liðið fari í umspil um sæti í A-deild. Enn eru 5,7% líkur á að Ísland endi neðst í sínum riðli og falli.Twitter/@We_Global Vegna innbyrðis úrslita gegn Tyrkjum á Ísland ekki lengur neina möguleika á að ná efsta sæti. Með því að fá fleiri stig en Wales á morgun (Wales mætir Tyrklandi á útivelli) verður leikur Íslands við Wales úrslitaleikur um 2. sæti riðilsins. Ef Ísland tapar á morgun er hins vegar enn hætta á að liðið endi neðst í riðlinum. Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild. Hvar gæti Ísland spilað í mars? Ef að Ísland endar í 2. sæti en ekki því þriðja þarf liðið einnig að fara í umspil í mars, nema bara mikið skemmtilegra umspil við sterka þjóð um að komast upp í A-deild. Eini möguleikinn á að Ísland fari ekki í umspil er ef liðið missir Svartfjallaland upp fyrir sig og fellur beint niður í C-deild. Það eru því yfirgnæfandi líkur á að Ísland fari í umspil í mars. KSÍ er meðvitað um þá stöðu en hefur ekki gefið út hvernig tekist verði á við þetta, því ljóst er að ekki verður hægt að spila á Laugardalsvelli í mars. Ef Ísland endar í 3. sæti gæti mótherji í umspilinu orðið lið á borð við Slóvakíu eða Svíþjóð, Kósovó, Búlgaríu eða Færeyjar, en það á þó eftir að skýrast betur. Lendi Ísland í 2. sæti gæti liðið mætt liði á borð við Pólland, Belgíu, Serbíu eða Ungverjaland, í umspili í mars. Geta ekki komist í HM-umspil gegnum Þjóðadeildina Það hvort Ísland verður upptekið í umspili í mars ræður því hvort Ísland verður í fjögurra eða fimm liða riðli í undankeppni HM á næsta ári. Leikdagar á almanaki UEFA eru ekki nægilega margir til að lið sem fara í umspil Þjóðadeildar séu líka í fimm liða riðli í undankeppninni. Liðin sem leika í fimm liða riðlum í undankeppni HM spila leiki í lok mars og byrjun júní, en liðin í fjögurra liða riðlum (mjög líklega Ísland) byrja undankeppnina ekki fyrr en í september. Þá ætti að vera komið blandað gras og hægt að spila á Laugardalsvelli, en framkvæmdir standa þar yfir. Undankeppninni lýkur svo í nóvember. Sigurlið hvers riðils í undankeppninni kemst beint á HM en liðin í 2. sæti fara í umspil í mars 2026, um síðustu sætin á HM. Við það umspil bætast einnig fjögur bestu liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í þessum mánuði, en hafa ekki unnið sig inn á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina. Ísland á ekki lengur möguleika á að fara „Þjóðadeildarleiðina“ í umspilið því UEFA er með reglurnar þannig í þessu sambandi að „verðmætara“ er að vinna riðil í til dæmis D-deild en að lenda í 2. sæti riðils í B-deild. Dregið verður í riðla í undankeppni HM þann 13. desember. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Leikið er í fjórum deildum; A, B, C og D, og er liðunum skipt í riðla innan deilda. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi. Efsta liðið fer beint upp í A-deild. Ísland getur ekki lengur náð því. Næstefsta liðið fer í umspil við lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur beint niður í C-deild.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira