Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2024 16:39 Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað þann 22. ágúst síðastliðinn. Einn er grunaður um verknaðinn. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst sætir gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi. Varðhaldstíminn teygir sig yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu.
Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira