Scott McTominay sér ekki eftir neinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 09:00 Scott McTominay fagnar marki með Napoli á dögunum. Hann hefur byrjað vel í borg Maradona. Getty/Giuseppe Bellini Scott McTominay yfirgaf uppeldisfélagið sitt Manchester United í sumar. Á meðan allt hefur verið í tómu tjóni hjá United þá hefur Skotinn blómstrað á nýjum stað suður á Ítalíu. United seldi þennan 27 ára miðjumann til Napoli. Hann hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum og Napoli situr í toppsæti ítölsku deildarinnar. McTominay ræddi þá ákvörðun að yfirgefa United, félagið sem hann hafði spilað fyrir síðan hann var sex ára gamall. „Augljóslega var þetta stór ákvörðun, það er engin leið til að líta fram hjá því. Þetta var risastór ákvörðun fyrr mig, fjölskyldu mína og vini mína,“ sagði Scott McTominay í viðtali við The Times. „Það kemur að tímapunkti á þínum ferli þar sem að þú þarft að spyrja sjálfan þig: Viltu gera þetta? Algjörlega var svarð og þá er bara að láta vaða. Það er engin ástæða til að líta til baka. Ég hef aldrei séð eftir neinu í mínu lífi eða á mínum ferli. Það hefur ekkert breyst,“ sagði McTominay. „Ég vil ná árangri á mínum ferli og vil finna krefjandi áskoranir sem hjálpa mér að verða bæði besti fótboltamaðurinn sem ég get verið og besta manneskja sem ég orðið,“ sagði McTominay. „Ég er með frábært fólk í kringum mig sem hafa hjálpað mér og það er því mjög lítið stress í mínu lífi því ég á mjög góða fjölskyldu, stórkostlega vini og yndislega kærustu sem gera svo mikið fyrir mig,“ sagði McTominay. „Ég er mjög þakklátur fyrir þau öll. Það er ekki auðvelt að flytja til annars lands og ná að koma sér fyrir þar. Það hefur samt gengið mjög þægilega fyrir sig vegna þess hvernig ítalska fólkið hefur hjálpað mér. Það skiptir ekki máli hvað mig vantar, þau eru alltaf til taks. Ég er þeim líka mjög þakklátur,“ sagði McTominay. Napoli hefur unnið átta af tólf leikjum sínum í ítölsku deildinni og er með eins stigs forskot á toppi Seríu A. Manchester United er í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með fjóra sigra í ellefu leikjum. Scott McTominay has spoken out about his decision to leave Man United for Napoli in the summer...😲🗣️ “It was a huge decision for me and my family and my friends. At times like that in your life you just have to say, ‘Do I want to do it? Absolutely,’ and go for it. There’s no… pic.twitter.com/msyFUZcVLr— OneFootball (@OneFootball) November 15, 2024 Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira
United seldi þennan 27 ára miðjumann til Napoli. Hann hefur skorað þrjú mörk í tíu leikjum og Napoli situr í toppsæti ítölsku deildarinnar. McTominay ræddi þá ákvörðun að yfirgefa United, félagið sem hann hafði spilað fyrir síðan hann var sex ára gamall. „Augljóslega var þetta stór ákvörðun, það er engin leið til að líta fram hjá því. Þetta var risastór ákvörðun fyrr mig, fjölskyldu mína og vini mína,“ sagði Scott McTominay í viðtali við The Times. „Það kemur að tímapunkti á þínum ferli þar sem að þú þarft að spyrja sjálfan þig: Viltu gera þetta? Algjörlega var svarð og þá er bara að láta vaða. Það er engin ástæða til að líta til baka. Ég hef aldrei séð eftir neinu í mínu lífi eða á mínum ferli. Það hefur ekkert breyst,“ sagði McTominay. „Ég vil ná árangri á mínum ferli og vil finna krefjandi áskoranir sem hjálpa mér að verða bæði besti fótboltamaðurinn sem ég get verið og besta manneskja sem ég orðið,“ sagði McTominay. „Ég er með frábært fólk í kringum mig sem hafa hjálpað mér og það er því mjög lítið stress í mínu lífi því ég á mjög góða fjölskyldu, stórkostlega vini og yndislega kærustu sem gera svo mikið fyrir mig,“ sagði McTominay. „Ég er mjög þakklátur fyrir þau öll. Það er ekki auðvelt að flytja til annars lands og ná að koma sér fyrir þar. Það hefur samt gengið mjög þægilega fyrir sig vegna þess hvernig ítalska fólkið hefur hjálpað mér. Það skiptir ekki máli hvað mig vantar, þau eru alltaf til taks. Ég er þeim líka mjög þakklátur,“ sagði McTominay. Napoli hefur unnið átta af tólf leikjum sínum í ítölsku deildinni og er með eins stigs forskot á toppi Seríu A. Manchester United er í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með fjóra sigra í ellefu leikjum. Scott McTominay has spoken out about his decision to leave Man United for Napoli in the summer...😲🗣️ “It was a huge decision for me and my family and my friends. At times like that in your life you just have to say, ‘Do I want to do it? Absolutely,’ and go for it. There’s no… pic.twitter.com/msyFUZcVLr— OneFootball (@OneFootball) November 15, 2024
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Sjá meira